Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:41 Nærmynd Solar Orbiter af sólinni sem var tekin 30. maí. Sjónaukinn sem var notaður við myndatökuna er næmur fyrir fjarútfjólubláu ljósi. Vísir/EPA Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Myndirnar af yfirborði sólarinnar voru teknar úr um 77 milljón kílómetra fjarlægð, helmingi nær sólu en jörðin, 30. maí. Á þeim sjást litlir sólblossar, um milljón til þúsund milljónum sinnum minni en hefðbundnir sólblossar, sem eru sagðir líkjast bálköstum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Sólblossar eru snögg orkulosun í lofthjúpi sólarinnar sem veldur mikilli birtuaukningu og sendir straum hlaðinna agna út í geim. Ekki er ljóst hvort að bálkestirnir séu minni útgáfur af sólblossum eða hvort þeir verði til við aðra ferla í sólinni. Tilgátur eru engu að síður um að bálkestirnir eigi þátt í að hita upp kórónu sólarinnar. Kórónan er ysta efnislag sólarinnar og nær milljónir kílómetra út í geim. Það er vísindamönnum enn ráðgáta hvers vegna kórónan er margfalt heitari en yfirborð sólarinnar. Hún er meira en milljón gráðu heit en ljóshvolfið svonefnda um 5.600 gráðu heitt. Solar Orbiter er samvinnuverkefni evrópsku og bandarísku geimvísindastofnananna. Geimfarinu var skotið á loft 10. febrúar en athuganir þess eiga meðal annars að afla nýrrar vitneskju um uppruna sólvindsins, straums hlaðinna agna sem sólin sendir frá sér og veldur segulljósum á jörðinni. Einn af bálköstunum sem sjást á mynd Solar Orbiter merktur með ör. Neðst í vinstra horninu er hringur sem sýnir stærð jarðarinnar í samanburði.Solar Orbiter
Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Sjá meira
Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. 10. febrúar 2020 11:49