„Hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 12:30 MAMMÚT gefur út plötuna 23.október. mynd/saga sig „Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína. Tónlist Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira
„Lögin tvö tilbiðja bæði eldinn og sólina sem færa okkur birtuna. Þetta eru lög sem eru á væntanlegu plötunni okkar, Ride The Fire, sem kemur út í haust,“ segir Katrína Mogensen söngkona í sveitinni MAMMÚT en sveitin gefur úr nýja plötu 23. október. Platan er tekin upp í bæði London og Reykjavík og er unnin á mun meiri hraða en fyrri plötur. „Hraðinn gerði okkur kleift að hugsa minna og treysta meira á ferlið. Titill plötunnar vísar svo í að leyfa ferlinu að leiða sig áfram, gleyma sér í því sem til manns kemur,“ segir Alexandra Baldursdóttir gítarleikari í MAMMÚT. Síðasta plata sveitarinnar, Kinder Version kom út 2017, en margt hefur breyst síðan þá en stærsta breytingin er sú að trommuleikarinn, Andri Bjartur Jakobsson, hætti í bandinu og við tók Valgeir Skorri Vernharðsson en Andri var búin að vera í Mammút frá árinu 2003. „Með nýrri tónlist koma alltaf nýjar áherslur, það hefur ekki enn almennilega komið í ljós hvaða nýju áherslur Ride the Fire mun hafa í för með sér á sviði. Við höfum lítið spilað nýja efnið, en það er oftast á sviði þar sem hugmyndir skerpast og bandið fléttast saman innbyrðis,“ segir Katrína. En hvernig hefur ástandið í heiminum farið í bandið MAMMÚT? „Við nennum ekki að tala um Covid,“ segja þær. „Framhaldið lítur þannig út í kjölfar útgáfunnar að við munum koma fram á Innipúkanum, gefa svo út meira efni og ferðast svo um fjöll og firnindi og kannski dimma dali,“ segir Alexandra. „Ride the Fire hefur hjálpað okkur að jarðtengjast eftir margra ára ferðalög og hörku í tónlistarbransanum. Hún er staðfesting á því að lífið er vesen og við elskum lífið,“ segir Katrína. Ride the Fire er fimmta plata hljómsveitarinnar. Í dag kemur út tveggja laga smáskífa með lögunum Sun and Me og Fire. Hér má hlusta á lögin. „Þetta er samtal við sólina. Textinn er tilraun til að fanga ofsafengna krafta hennar,“ segir Katrína.
Tónlist Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fleiri fréttir „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Sjá meira