Rúrik: Borga sér arð þegar vel gengur, en taka af starfsfólki þegar illa gengur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júlí 2020 11:30 Rúrik hefur staðið í ströngu síðastliðna mánuði og lært margt og mikið. Mynd/instagram-síða Rúriks. Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að Covid tímabilið hafi verið eitt það undarlegasta og lærdómsríkasta í lífi hans. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem þeir ræða um heimsfrægðina eftir HM, álit annarra, tímamót Rúriks og móðurmissinn. Rúrik lenti upp á kant við félag sitt, Sandhausen, þar sem hann vildi frekar gefa fyrirhugaða launalækkun sína í góðgerðarmál en til moldríkra eigenda félagsins. „Það eru tvær hliðar á öllum málum. Það eru ríkir eigendur á bakvið liðin og þau eru rekin eins og fyrirtæki og það eru eigendur á bakvið liðin sem eiga fúlgur fjár. Mér finnst skrýtið að þegar illa gengur þá tekur þú pening af starfsfólkinu þínu, en þegar vel gengur þá borgar þú þér út arð og starfsfólkið fær ekki að njóta góðs af því,” segir Rúrik meðal annars og segir að sér hafi fundist það taktlaust af eigendunum að lækka laun illa launaðra starfsmanna félagsins samhliða leikmönnum. Eftir þetta var Rúrik í raun gerður brottrækur eftir að hann sneri til baka til Þýskalands. Eftir að móðir hans veiktist mjög illilega af krabbameini og hrakaði hratt fór Rúrik heim til Íslands til að vera við hlið hennar í dauðastríðinu. „Þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að ég væri ekki „fit”, af því að ég hafi ekkert æft á Íslandi, en þegar ég var á Íslandi í þessar þrjár vikur æfði ég upp á hvern einasta dag. Ég var á daginn og kvöldin bara uppi á líknadeild og svo á milli þess sem ég var á líknadeildinni, þá skaust ég á æfingar,” segir Rúrik í viðtalinu. „Svo lætur mamma lífið 16. apríl og ég fór í kistulagningu, en ákvað sem sagt til að þóknast klúbbnum, af því að það var komin gríðarleg pressa frá þeim að koma að æfa að þá ákvað ég að sleppa jarðarförinni til að sýna mitt „commintment” gagnvart klúbbnum, en fékk ekki meiri verðlaun en það að ég var bara sendur heim,” segir Rúrik, sem fékk ekki að mæta á eina einustu æfingu eftir þetta. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira