„Kominn í einhverja stjörnugeðveiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Rúrik mætti í hlaðvarpsþátt Sölva Tryggva og fór yfir síðustu ár. Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein