Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 19:59 Hatursorðræða og upplýsingafals hefur fengið að grassera á Facebook. Hundruð auglýsenda sniðganga nú fyrirtækið vegna stefnu þess. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31
Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51