Ætla aðeins að greina frá góðum fréttum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2020 15:29 Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika. Fjölmiðlar Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika.
Fjölmiðlar Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira