Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 14:58 Fánarnir við ríkisþinghúsið í Jackson voru teknir niður í síðasta skipti með viðhöfn í gær. Þeir voru fluttir á sögusafn. AP/Rogelio V. Solis Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865. Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14
Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46
NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00