Betra að ráðast á læknana sem skrifa upp á of mikið af þessum lyfjum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júlí 2020 17:00 Rapparinn Emmsjé Gauti segir fáránlegt að horfa á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Skjáskot/Youtube Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna Bleikt Ský í dag, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta hlaðvarpi Sölva. Í viðtalinu segist Gauti persónulega þekkja fólk sem hefur dáið úr ofneyslu. Hann ræðir einnig um glæpavæðingu fíkniefna, tónlistina, kvíðatímabilið sem hann gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Veikt fólk ekki glæpamenn „Nú þekki ég sjálfur fólk sem hefur dáið úr ofneyslu læknadóps og ég hef sjálfur fundið það þegar ég fékk skrifað upp á Parkodín Forte í massavís eftir hálskirtlatöku hvað ópíóðar eru hættulegt dæmi,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva og bætir við: „Ég held að það fyrsta sem þurfi að fara að gera í þessari umræðu er að ráðast á læknana sem eru að útskrifa allt of mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum sem er síðan verið að selja, eins og Oxy, Parkódín Forte og Fentanýl sem er í umferð og er að drepa fólk.“ Hann segir fáránlegt að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti. Gauti tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann. „Ég vildi óska þess að það þyrfti enginn að nota fíkniefni… en ég held til dæmis að það sé augljóst að þú lagir ekki sprautufíkil með því að handtaka hann og færa hann í fangageymslu.“ Platan Bleikt ský er væntanleg á streymisveitur á miðnætti en útgáfutónleikarnir fara fram þann 18. júlí. Brotið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sölva við Gauta er komið í heild sína á Youtube. Klippa: Podcast með Sölva Tryggva - Emmsjé Gauti
Podcast með Sölva Tryggva Fíkn Heilbrigðismál Tónlist Tengdar fréttir Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03 Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58 Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Fleiri fréttir „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Sjá meira
Hugsar um EM málið alla daga: „Ég gerði bara gjörsamlega upp á bak“ Björn Steinbekk er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann meðal annars um EM miðamálið frá því fyrir fjórum árum. 30. júní 2020 10:03
Emmsjé Gauti: „Kominn tími á þetta bull aftur“ „Stundum elskaði ég hana og stundum langaði mig bara að henda henni. En núna er ég mjög spenntur og stoltur“, þetta segir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. 1. júlí 2020 12:58