Ólæti stuðningsmanna trufluðu ekki bikarmeistarann Eggert sem útilokar ekki heimkomu Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júlí 2020 13:00 Eggert Gunnþór og félagar fagna fyrra marki Andreas K. Jakobsen í gær. vísir/getty Eggert Gunnþór Jónsson, sem varð bikarmeistari með SønderjyskE í gær, segir titilinn afar sætan. Hann segist allan tímann hafa haft trú á verkefninu og það hafi ekki truflað hann er leikurinn var stöðvaður vegna óláta á pöllunum. Eggert Gunnþór lék í klukkutíma er SönderjyskE vann 2-0 sigur á Álaborg í úrslitaleiknum í gær en titilinn er sá fyrsti í sögu félagsins. Eggert var hinn hressasti er Vísir ræddi við hann í morgun. „Bara mjög vel. Það var gott að klára þetta og taka bikar í gær. Maður hefur það fínt en þetta var sérstakt. Það var ekki almennilegur fögnuður vegna kórónuveirunnar. Það var ekki eins mikið af fólki og venjulega og svo passaði maður sig að halda fjarlægð og allt það,“ sagði Eggert. „Við fórum inn í leikinn sem smá „underdougs“ en við vissum sjálfir að við vorum búnir að vera spila vel og safna upp þokkalegu sjálfstrausti. Við vissum alveg að við ættum að vinna þetta.“ JAAAAAA, VI ER POKALMESTRE . Vi tager vores første trofæ, og hold nu op, hvor det klæder os . Anders K. Jacobsen med begge pokalbasser . God fest, Sønderjylland . JAAAAAAA . #sydbankpokalen pic.twitter.com/LmgEWmX8da— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) July 1, 2020 SønderjyskE var ekki talið líklegri aðilinn enda AaB eitt af stóru liðum Danmerkur og einungis sex ár frá því að liðið vann tvöfalt á meðan SönderjyskE hafði aldrei unnið bikar. „Ég hafði að minnsta kosti þá tilfinningu að við værum alltaf að fara vinna þetta. Í leiknum sjálfum fannst mér við vera betri og það kom manni á óvart hversu lítið þeir komu með. Við leyfðum þeim ekki að gera mikið.“ Ólætin sérstök en höfðu ekki áhrif Þegar tæpar þrjátíu mínútur voru búnar af leiknum var leikurinn stöðvaður vegna stuðningsmanna Álaborgar sem neituðu að halda fjarlægð í stúkunni. Ákveðið mörgum áhorfendum var hleypt inn á leikvanginn en þeim skipað að halda fjarlægð. Stuðningsmenn AaB létu sér fátt um finnast og sungu og trölluðu í einum hóp. Því var leikurinn stöðvaður og þeim hent út af vellinum. „Þetta var sérstakt. Maður vissi ekki alveg hvað var í gangi. Það var nýbúið að vera slys og maður hélt að það væri það en þetta truflaði ekki mikið. Öryggisverðirnir tóku þá í burtu sem vildu ekki setjast en eina sem truflar er að ef þetta hefur áhrif í framtíðinni því það er verið að reyna opna allt.“ Mange anholdte i Esbjerg efter pokalfinale blev afbrudt https://t.co/IQKnfXYvcj pic.twitter.com/lSwX6kd7cv— presse fotos (@pressefotosdk) July 1, 2020 Eggert hefur spilað flesta leiki SønderjyskE á miðsvæðinu en hefur síðustu leikið verið í miðri vörn liðsins og gert þar vel. „Fyrst voru það meiðsli og svo voru menn í banni. Það vantaði í vörnina og ég hef spilað þar áður. Svo erum við bara búnir að vinna og spila vel. Ég hef verið að flakka á milli en ég hefði viljað spila á miðjunni. Þetta er þó gamla klisjan: maður breytir ekki sigurliði.“ Óvissa með framtíðina Hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en samningur hans við danska félagið rennur út í lok mánaðarins. „Það er smá óvissa. Ég ætlaði að bíða eftir bikarleikinn og taka þennan bikar og sjá hvernig tímabilið endar. Svo sest maður niður og skoðar hvað maður vill gera. Ég er tiltölulega rólegur þangað til.“ Eggert Jónsson & SønderjyskE are Cup Champions 2020 in Denmark. Congrats pic.twitter.com/xzujAKCAbV— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 1, 2020 Hann segir að hann hafi ekki farið í miklar viðræður við SønderjyskE því framtíðin þar er óljós enda liðið í fallbarátturiðlinum. „Það er ekki alveg klárt að við höldum okkur í deildinni og þeir gera ekki mikið þangað til. Þeir eru að bíða og sjá,“ sagði Eggert. Eggert hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2006 er hann gekk í raðir Hearts. Þaðan lék hann í sex ár, fór þaðan til Belenenses í Portúgal. Eftir stutt stopp hjá Vestsjælland í Danmörku fór hann til Fleetwood á Englandi en hefur verið í herbúðum danska liðsins frá árinu 2017. Kemur nú til greina að koma heim? „Maður er kominn með fjölskyldu og auðvitað er það möguleiki og það styttist í að maður spili á Íslandi. Það er ekkert klárt en það er líklegra en áður að maður komi heim og verði nær fjölskyldinni en ég mun líka skoða mig um erlendis,“ sagði Eggert. Danski boltinn Tengdar fréttir Eggert fékk sjö í einkunn í bikarúrslitunum en sagður frá Færeyjum Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson urðu í gær danskir bikarmeistarar með SønderjyskE eftir að liðið vann 2-0 sigur á AaB í úrslitaleiknum sem fór fram í Esbjerg. 2. júlí 2020 11:00 Eggert Gunnþór og Ísak Óli danskir bikarmeistarar Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru orðnir danskir bikarmeistarar eftir sigur SoenderjyskE á Aab í úrslitaleik danska bikarsins í kvöld. 1. júlí 2020 20:30 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson, sem varð bikarmeistari með SønderjyskE í gær, segir titilinn afar sætan. Hann segist allan tímann hafa haft trú á verkefninu og það hafi ekki truflað hann er leikurinn var stöðvaður vegna óláta á pöllunum. Eggert Gunnþór lék í klukkutíma er SönderjyskE vann 2-0 sigur á Álaborg í úrslitaleiknum í gær en titilinn er sá fyrsti í sögu félagsins. Eggert var hinn hressasti er Vísir ræddi við hann í morgun. „Bara mjög vel. Það var gott að klára þetta og taka bikar í gær. Maður hefur það fínt en þetta var sérstakt. Það var ekki almennilegur fögnuður vegna kórónuveirunnar. Það var ekki eins mikið af fólki og venjulega og svo passaði maður sig að halda fjarlægð og allt það,“ sagði Eggert. „Við fórum inn í leikinn sem smá „underdougs“ en við vissum sjálfir að við vorum búnir að vera spila vel og safna upp þokkalegu sjálfstrausti. Við vissum alveg að við ættum að vinna þetta.“ JAAAAAA, VI ER POKALMESTRE . Vi tager vores første trofæ, og hold nu op, hvor det klæder os . Anders K. Jacobsen med begge pokalbasser . God fest, Sønderjylland . JAAAAAAA . #sydbankpokalen pic.twitter.com/LmgEWmX8da— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) July 1, 2020 SønderjyskE var ekki talið líklegri aðilinn enda AaB eitt af stóru liðum Danmerkur og einungis sex ár frá því að liðið vann tvöfalt á meðan SönderjyskE hafði aldrei unnið bikar. „Ég hafði að minnsta kosti þá tilfinningu að við værum alltaf að fara vinna þetta. Í leiknum sjálfum fannst mér við vera betri og það kom manni á óvart hversu lítið þeir komu með. Við leyfðum þeim ekki að gera mikið.“ Ólætin sérstök en höfðu ekki áhrif Þegar tæpar þrjátíu mínútur voru búnar af leiknum var leikurinn stöðvaður vegna stuðningsmanna Álaborgar sem neituðu að halda fjarlægð í stúkunni. Ákveðið mörgum áhorfendum var hleypt inn á leikvanginn en þeim skipað að halda fjarlægð. Stuðningsmenn AaB létu sér fátt um finnast og sungu og trölluðu í einum hóp. Því var leikurinn stöðvaður og þeim hent út af vellinum. „Þetta var sérstakt. Maður vissi ekki alveg hvað var í gangi. Það var nýbúið að vera slys og maður hélt að það væri það en þetta truflaði ekki mikið. Öryggisverðirnir tóku þá í burtu sem vildu ekki setjast en eina sem truflar er að ef þetta hefur áhrif í framtíðinni því það er verið að reyna opna allt.“ Mange anholdte i Esbjerg efter pokalfinale blev afbrudt https://t.co/IQKnfXYvcj pic.twitter.com/lSwX6kd7cv— presse fotos (@pressefotosdk) July 1, 2020 Eggert hefur spilað flesta leiki SønderjyskE á miðsvæðinu en hefur síðustu leikið verið í miðri vörn liðsins og gert þar vel. „Fyrst voru það meiðsli og svo voru menn í banni. Það vantaði í vörnina og ég hef spilað þar áður. Svo erum við bara búnir að vinna og spila vel. Ég hef verið að flakka á milli en ég hefði viljað spila á miðjunni. Þetta er þó gamla klisjan: maður breytir ekki sigurliði.“ Óvissa með framtíðina Hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en samningur hans við danska félagið rennur út í lok mánaðarins. „Það er smá óvissa. Ég ætlaði að bíða eftir bikarleikinn og taka þennan bikar og sjá hvernig tímabilið endar. Svo sest maður niður og skoðar hvað maður vill gera. Ég er tiltölulega rólegur þangað til.“ Eggert Jónsson & SønderjyskE are Cup Champions 2020 in Denmark. Congrats pic.twitter.com/xzujAKCAbV— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 1, 2020 Hann segir að hann hafi ekki farið í miklar viðræður við SønderjyskE því framtíðin þar er óljós enda liðið í fallbarátturiðlinum. „Það er ekki alveg klárt að við höldum okkur í deildinni og þeir gera ekki mikið þangað til. Þeir eru að bíða og sjá,“ sagði Eggert. Eggert hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2006 er hann gekk í raðir Hearts. Þaðan lék hann í sex ár, fór þaðan til Belenenses í Portúgal. Eftir stutt stopp hjá Vestsjælland í Danmörku fór hann til Fleetwood á Englandi en hefur verið í herbúðum danska liðsins frá árinu 2017. Kemur nú til greina að koma heim? „Maður er kominn með fjölskyldu og auðvitað er það möguleiki og það styttist í að maður spili á Íslandi. Það er ekkert klárt en það er líklegra en áður að maður komi heim og verði nær fjölskyldinni en ég mun líka skoða mig um erlendis,“ sagði Eggert.
Danski boltinn Tengdar fréttir Eggert fékk sjö í einkunn í bikarúrslitunum en sagður frá Færeyjum Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson urðu í gær danskir bikarmeistarar með SønderjyskE eftir að liðið vann 2-0 sigur á AaB í úrslitaleiknum sem fór fram í Esbjerg. 2. júlí 2020 11:00 Eggert Gunnþór og Ísak Óli danskir bikarmeistarar Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru orðnir danskir bikarmeistarar eftir sigur SoenderjyskE á Aab í úrslitaleik danska bikarsins í kvöld. 1. júlí 2020 20:30 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Eggert fékk sjö í einkunn í bikarúrslitunum en sagður frá Færeyjum Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson urðu í gær danskir bikarmeistarar með SønderjyskE eftir að liðið vann 2-0 sigur á AaB í úrslitaleiknum sem fór fram í Esbjerg. 2. júlí 2020 11:00
Eggert Gunnþór og Ísak Óli danskir bikarmeistarar Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru orðnir danskir bikarmeistarar eftir sigur SoenderjyskE á Aab í úrslitaleik danska bikarsins í kvöld. 1. júlí 2020 20:30