Hobby áfram næst mest nýskráða ökutækið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. júlí 2020 07:00 Hobby Excellent árgerð 2020 Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Alls var 1381 ökutæki nýskráð í júní í ár. Það er aukning um 84 ökutæki frá því í maí en einna mestur er munurinn á nýskráningu fólksbifreiða á milli mánaða. í maí voru nýskráðar 606 fólksbifreiðar en þær voru 836 í júní. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir undirtegund í júní 2020. Undirtegundir Þá voru 836 fólksbifreiðar nýskráðar og 145 hjólhýsi. Mest nýskráða undirtegundin var Outlander, með 74 nýskráningar, en nýskráðar Mitsubishi bifreiðar voru þó ekki eins margar eða 53. Þetta skýrist af því að nýskráð Can-Am Outlander fjórhjól voru 28 í júní. Mitsubishi Outlander var þrátt fyrir þetta einnig mest nýskráða staka undirtegundin. Suzuki Swift var í öðru sæti með 36 eintök og Toyota Rav4 í þriðja með 33 eintök. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækisflokkum í júní 2020. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í júní voru dísel knúin eða 381, næst flest bensín knúin, 366 og í þriðja sæti voru vélarlaus nýskráð ökutæki, 233. Ökutæki sem eingöngu eru knúin af dísel og bensíni voru því samtals 747. Vistvænni ökutæki sem hafa einhverskonar rafmótora eða ganga fyrir metan voru nýskráð í júní, 401. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Flestar nýskráð ökutæki í júní voru af gerðinni Toyota eða 105. Næst flest voru af Hobby gerð eða 77 og Suzuki kom í þriðja sæti með 70 nýskráð ökutæki. Toyota og Hobby vermdi tvö efstu sætin í maí líka. Alls var 1381 ökutæki nýskráð í júní í ár. Það er aukning um 84 ökutæki frá því í maí en einna mestur er munurinn á nýskráningu fólksbifreiða á milli mánaða. í maí voru nýskráðar 606 fólksbifreiðar en þær voru 836 í júní. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Fjöldi nýskráninga eftir undirtegund í júní 2020. Undirtegundir Þá voru 836 fólksbifreiðar nýskráðar og 145 hjólhýsi. Mest nýskráða undirtegundin var Outlander, með 74 nýskráningar, en nýskráðar Mitsubishi bifreiðar voru þó ekki eins margar eða 53. Þetta skýrist af því að nýskráð Can-Am Outlander fjórhjól voru 28 í júní. Mitsubishi Outlander var þrátt fyrir þetta einnig mest nýskráða staka undirtegundin. Suzuki Swift var í öðru sæti með 36 eintök og Toyota Rav4 í þriðja með 33 eintök. Fjöldi nýskráninga eftir ökutækisflokkum í júní 2020. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í júní voru dísel knúin eða 381, næst flest bensín knúin, 366 og í þriðja sæti voru vélarlaus nýskráð ökutæki, 233. Ökutæki sem eingöngu eru knúin af dísel og bensíni voru því samtals 747. Vistvænni ökutæki sem hafa einhverskonar rafmótora eða ganga fyrir metan voru nýskráð í júní, 401.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira