Spenntir fyrir bikarslagnum á Seltjarnarnesi: „Ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 12:30 Höttur/Huginn mæta Gróttu í kvöld og það er spenningur í leikmannahópnum. mynd/höttur-huginn 3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“ Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“
Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira