Flott opnun í Grímsá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2020 08:23 Við opnun Grímsár í gær Mynd: Hreggnasi FB Grímsá opnaði fyrir veiðimönnum í gær og þar var um líflega opnun að ræða eða eina þá bestu í nokkuð mörg ár. Það voru strax komnir fjórir laxar á land strax á fyrsta klukkutímanum og þar af einn af efsta veiðistaðnum Oddsstaðafljóti. Mikið líf var í Laxfossi og töluvert af laxi sem liggur á breiðunni neðan við fossinn að bíða færis til ða ganga upp ánna. Opnun Grímsár er heldur áfram að ýta undir þær væntingar sem fara saman með orðum og spám fiskifræðinga að vesturlandið gæti verið að sigla inn í gott veiðisumar en opnanir í Norðurá og Langá hafa að sama skapi verið sterkar líka. Við erum ekki búin að fá lokatöluna eftir fyrstu vaktirnar í gær og uppfærum fréttina þegar þær tölur eru komnar í hús. Stangveiði Mest lesið Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði
Grímsá opnaði fyrir veiðimönnum í gær og þar var um líflega opnun að ræða eða eina þá bestu í nokkuð mörg ár. Það voru strax komnir fjórir laxar á land strax á fyrsta klukkutímanum og þar af einn af efsta veiðistaðnum Oddsstaðafljóti. Mikið líf var í Laxfossi og töluvert af laxi sem liggur á breiðunni neðan við fossinn að bíða færis til ða ganga upp ánna. Opnun Grímsár er heldur áfram að ýta undir þær væntingar sem fara saman með orðum og spám fiskifræðinga að vesturlandið gæti verið að sigla inn í gott veiðisumar en opnanir í Norðurá og Langá hafa að sama skapi verið sterkar líka. Við erum ekki búin að fá lokatöluna eftir fyrstu vaktirnar í gær og uppfærum fréttina þegar þær tölur eru komnar í hús.
Stangveiði Mest lesið Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði