Táningur kom Haraldi í afar slæma stöðu - Berglind og Saga bítast um sæti í 8 manna úrslitum Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 18:52 Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson hafa titil að verja og unnu sína leiki í dag. mynd/seth@golf.is Hinn 18 ára gamli Kristófer Karl Karlsson úr GM gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni á Akureyri í dag. Nú er tveimur af þremur umferðum riðlakeppninnar lokið, bæði í karla- og kvennaflokki, en lokaumferðin fer fram í fyrramálið og 8 manna úrslit hefjast eftir hádegi. Haraldur, sem vann mótið 2012, þarf að treysta á að Kristófer tapi gegn bróður sínum, Theodór Emil, til að eiga möguleika á að komast í 8 manna úrslit. Aðeins efsti maður hvers riðils kemst þangað en leikið er í átta fjögurra manna riðlum í karlaflokki. Kristófer vann báða leiki sína í dag, 1/0 gegn Haraldi en 2/0 gegn Sigurði Arnari Garðarssyni. Alls eru sex leikmenn með í karlaflokki sem unnið hafa Íslandsmótið í holukeppni. Rúnar Arnórsson hefur titil að verja og vann báða leiki sína í dag. Auk hans og Haraldar hafa þeir Kristján Þór Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson orðið Íslandsmeistarar í holukeppni. Axel og Guðmundur eru í góðum málum en Kristján tapaði gegn Aroni Snæ Júlíussyni og Arnór Ingi hefur tapað báðum sínum leikjum. Í kvennaflokki eru einnig sex kylfingar sem orðið hafa Íslandsmeistarar í holukeppni, og er hver þeirra búin að vinna báða sína leiki. Saga Traustadóttir á titil að verja en þær Berglind Björnsdóttir, sem sigraði 2016, eru saman í riðli og leika á morgun um sæti í 8 manna úrslitum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur unnið mótið tvisvar og þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir einu sinni hver. Öll úrslit á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Hinn 18 ára gamli Kristófer Karl Karlsson úr GM gerði sér lítið fyrir og vann sigur gegn Haraldi Franklín Magnús í riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni á Akureyri í dag. Nú er tveimur af þremur umferðum riðlakeppninnar lokið, bæði í karla- og kvennaflokki, en lokaumferðin fer fram í fyrramálið og 8 manna úrslit hefjast eftir hádegi. Haraldur, sem vann mótið 2012, þarf að treysta á að Kristófer tapi gegn bróður sínum, Theodór Emil, til að eiga möguleika á að komast í 8 manna úrslit. Aðeins efsti maður hvers riðils kemst þangað en leikið er í átta fjögurra manna riðlum í karlaflokki. Kristófer vann báða leiki sína í dag, 1/0 gegn Haraldi en 2/0 gegn Sigurði Arnari Garðarssyni. Alls eru sex leikmenn með í karlaflokki sem unnið hafa Íslandsmótið í holukeppni. Rúnar Arnórsson hefur titil að verja og vann báða leiki sína í dag. Auk hans og Haraldar hafa þeir Kristján Þór Einarsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson orðið Íslandsmeistarar í holukeppni. Axel og Guðmundur eru í góðum málum en Kristján tapaði gegn Aroni Snæ Júlíussyni og Arnór Ingi hefur tapað báðum sínum leikjum. Í kvennaflokki eru einnig sex kylfingar sem orðið hafa Íslandsmeistarar í holukeppni, og er hver þeirra búin að vinna báða sína leiki. Saga Traustadóttir á titil að verja en þær Berglind Björnsdóttir, sem sigraði 2016, eru saman í riðli og leika á morgun um sæti í 8 manna úrslitum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur unnið mótið tvisvar og þær Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir einu sinni hver. Öll úrslit á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira