Kínverjar segjast ekki ætla að hafa afskipti af kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2020 20:00 Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi og miðað við skoðanakannanir er nokkuð óhætt að segja að Trump sé í afar erfiðri stöðu. Hann mælist að jafnaði með um 42 prósenta fylgi samanborið við fimmtíu prósent Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata. Þá mælist Biden betur í svo gott sem öllum lykilríkjum. Í bók Johns Bolton sem kemur út á þriðjudag, segir að Trump hafi beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að kaupa meira af bandarískum vörum til þess að auka líkurnar á því að Trump næði endurkjöri. Kínverjar sögðu í dag að það kæmi ekki til greina. „Kína heldur fast í það prinsipp að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Við ætlum okkur ekki og munum ekki skipta okkur af bandarísku forsetakosningunum,“ sagði Zhao Lijian, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi. Bolton sakar Trump um ýmislegt annað í bókinni. Meðal annars á forsetinn að hafa lofað Tyrklandsforseta að skýla tyrkneskum banka frá rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að hafa sagt að það væri töff að ráðast inn í Venesúela og spurt hvort Finnland væri ekki hluti af Rússlandi. Trump sagði í símaviðtali við Fox News í nótt að með skrifum sínum væri Bolton að brjóta lög. „Hann braut lögin. Þetta er afar einfalt. Ég meina, það er varla hægt að brjóta þau meira. Þetta eru háleynilegar upplýsingar. Áhæsta stigi. Og hann hafði ekki samþykki,“ sagði forsetinn. Forsetaembættið og dómsmálaráðuneytið reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar á þeim grundvelli að hún ógni þjóðaröryggi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Kína Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira