„Stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 07:30 Aly Keita er markmaður og fyrirliði Östersund. VÍSIR/GETTY Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax. Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Dómari í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fær ekki að dæma á næstunni eftir að hafa orðið uppvís að því að segja þeldökkum markverði að fara í markið sitt „því þá fengi hann banana“. Markvörðurinn sem um ræðir er fyrirliði Östersund, Aly Keita, sem greindi í hlaðvarpsþætti frá samskiptum sínum við dómarann Martin Strömbergsson í leik gegn Sundsvall í fyrra. „Í fyrra sagði dómari við mig: „Hættu að tala. Farðu aftur í markið þitt svo að ég geti kastað banönum til þín.“ Hann sagði fyrirgefðu og að hann hefði ekki meint þetta. En ég sagði honum að þetta væri hrikalega rasískt og að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti liðið. Mér fannst algjörlega sjúkt af honum að segja eitthvað þessu líkt. Það tók mig smástund að átta mig á því hvað hann hefði sagt, en svo varð ég mjög reiður.“ Strömbergsson kveðst fullur eftirsjár og segist hafa verið að reyna að grínast. „Ég fann það strax þegar ég sagði „stökktu aftur í búrið og þá gef ég þér banana“… Þetta er gamalt orðagrín frá Gävleborg, sem ég hef notað við markverði. Þetta snerist ekkert um það að hann væri dökkur á hörund,“ sagði dómarinn við Expressen. „Ég var alveg miður mín. Ég bað hann afsökunar og faðmaði hann. Ég dæmdi leik hjá Keita í næstu umferð og það fyrsta sem ég gerði var að biðjast afsökunar. Þetta er mér mikilvægt. Ég viðurkenni að þetta voru svakaleg mistök, en þetta er orðatiltæki og snýst bara um það. Ég er búinn að hringja í allt liðið og tala við þá. Ég er mjög leiður. Þetta voru mistök,“ sagði Strömbergsson. Samkvæmt Stefan Johannesson, yfirmanni dómaramála í Svíþjóð, mun Strömbergsson ekki dæma leiki á næstunni, eða að minnsta kosti þar til að málið hefur verið að fullu rannsakað. „Þetta voru alveg ótrúlega heimskuleg ummæli,“ sagði Johannesson, og sagði synd að Keita hefði ekki tilkynnt um ummælin strax.
Sænski boltinn Kynþáttafordómar Svíþjóð Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira