Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2020 07:45 Erika Shields hafði gegnt stöðu lögreglustjóra Atlanta frá desember 2016 og starfað þar í rúm tuttugu ár. AP Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Lögreglustjóri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana í borginni á föstudagsskvöldið. Hinn 27 ára Rayshard Brooks hafði sofnað í bíl sínum við bílalúgu veitingastaðar og var skotinn eftir átök við lögregu. Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atlanta, sagði að lögreglustjórinn Erika Shields hafi skilað inn uppsagnarbréfi sínu í gær. Mikil mótmæli voru í borginni um helgina þar sem aðgerða var krafist í kjölfar dauða Brooks. Eldur var borinn að Wendy's staðnum í nótt.AP Kveiktu í Wendy's-staðnum Mótmælendur komu fyrir vegartálmum í borginni á fjölförnum þjóðvegi í gær, þjóðvegi númer 75. Þá var kveikt í Wendy‘s veitingastaðnum þar sem Brooks dó. Mótmæli hafa verið áberandi víðs vegar um Bandaríkin síðustu þrjár vikurnar vegna dauða George Floyd. Hann dó eftir að lögreglumaður hafi haldið Floyd í götunni með því að þrýsta hnénu að hálsi Floyd í tæpar níu mínútur. Floyd dó af völdum köfnunar. Shields hefur gegnt stöðu lögreglustjóra borgarinnar frá desember 2016 og starfa þar í rúm tuttugu ár. Hún mun áfram starfa innan lögreglunnar, sagði Bottoms borgarstjóri. Umræddur Wendy's staður í Atlanta.EPA Átök við lögreglu Rannsókn á dauða Brooks hefur leitt í ljós að lögregla hafi verið kölluð að Wendy‘s staðnum eftir að tilkynnt hafi verið um mann sofandi í bíl sínum og stíflað röðina í bílalúguna. Að sögn lögreglu fór Brooks ekki að fyrirmælum þegar hann var handtekinn í kjölfar þess að hann hafa mælst með of magn áfengis í blástursmæli. Á myndbandi sjónarvotts sést til Brooks þar sem hann er á jörðinni fyrir utan veitingastaðinn í átökum við tvo lögreglumenn. Hann hrifsar rafbyssu af öðrum lögreglumannanna og hleypur svo í burtu. Hinn lögreglumaðurinn beitir rafbyssu sinni og hlaupa þeir svo á eftir Brooks og út úr ramma myndbandsins. Þá heyrast skothljóð og loks sést Brooks liggjandi á jörðinni. Annar lögreglumannanna sem kom þarna við sögu hefur verið látinn fara og hinn er kominn í leyfi frá störfum. Sá fyrrnefndi hafði starfað í sex ár innan lögreglunnar en hinn í tvö ár.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira