1 dagur í Pepsi Max: Lennon og Ólafur Karl gætu báðir skorað fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 14:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Valsliðinu. Skori hann fyrsta markið í leik Vals og KR annað kvöld þá yrði það mjög sögulegt mark. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní sem er á morgun. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 1 dagur í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda annað kvöld. Sex leikmenn hafa náð því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins oftar en einu sinni frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst og Bretar hertóku Ísland. KR-ingurinn Birgir Guðjónsson og Framarinn Guðmundur Jónsson náði báðir að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum áður en deildarskiptingin var tekin upp árið 1955. Frá þeim tíma hafa síðan aðeins fjórir bæst í hópinn. Fyrsti maðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar eftir deildarskiptingu var Keflvíkingurinn Steinar Jóhannsson sem gerði það bæði 1972 og 1974. Feðgarnir Guðmundur Steinarsson og Steinar Jóhannsson eftir að Guðmundur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu 19. maí 2000.Skjámynd af timarit.is Árið 1972 var Steinar að leika eftir afrek bróður síns Jón Jóhannsson sem hafði skorað fyrsta mark Íslandsmótsins fimm árum fyrr. Svo skemmtilega vill til að 26 árum eftir að Steinar skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í annað skiptið þá tókst syni hans að gera það líka. Guðmundur Steinarsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 2000 með marki úr vítaspyrnu. Allir skoruðu þeir þrír fyrstu mörk Íslandsmótsins sem leikmenn Keflavíkur. Steingrímur Jóhannesson bættist í hópinn sumarið 2001 og skapaði sér um leið sérstöðu. Hann var þá fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög. Steingrímur skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins 1998 sem leikmaður ÍBV og fyrsta mark Íslandsmótsins 2001 sem leikmaður Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði einnig fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir tvö félög, fyrst 2012 sem leikmaður Selfoss og svo þremur árum síðar sem leikmaður Stjörnunnar. Steven Lennon er síðasti leikmaðurinn sem hefur náð að skora fyrsta mark Íslandsmótsins tvisvar sinnum en hann er sá eini sem hefur náð því tvö ár í röð. Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins bæði 2016 og 2017. Steven Lennon skoraði fyrsta mark mótsins 2016 fyrir FH á móti Þrótti og ári síðar skoraði hann fyrsta markið fyrir FH á móti ÍA. Steven Lennon.Vísir Erlendir leikmenn hafa nú skorað fyrsta mark Íslandsmótsins undanfarin fjögur tímabil því árið 2018 skoraði Bandaríkjamaðurinn Dion Acoff fyrsta mark mótsins fyrir Val á móti KR og í fyrra skoraði Daninn Nikolaj Andreas Hansen fyrsta mark Íslandsmótsins fyrir Víkinga í leik á móti Val. Steven Lennon og Ólafur Karl Finsen eru enn að spila í deildinni og eiga því möguleika á því að skora fyrsta mark Íslandsmótsins í þriðja skiptið. Skori Ólafur Karl fyrsta markið fyrir Val þá nær hann því líka fyrir sitt þriðja félag. Ólafur Karl Finsen og félagar í Val spila fyrsta leikinn og er hann því í mun betri stöðu en Lennon sem spilar ekki fyrr en í leik númer þrjú. Það er því ekki líklegt að það verði tvö markalaus jafntefli áður en kemur að leik FH-liðsins á sunnudaginn. Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Leikmenn sem hafa skorað fyrsta mark Íslandsmótsins ofar en einu sinni (Frá seinni heimsstyrjöld 1939-2019) Steven Lennon - 2016 og 2017 Ólafur Karl Finsen - 2012 og 2015 Steingrímur Jóhannesson - 1998 og 2001 Steinar Jóhannsson - 1972 og 1974 Guðmundur Jónsson - 1951 og 1953 Birgir Guðjónsson - 1940 og 1944
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn