Topp 5 í kvöld: Kjartan Henry, Gary Martin og Óskar Örn segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2020 13:15 Óskar Örn Hauksson er leikja- og markahæsti KR-ingurinn í efstu deild. vísir/bára Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Sjötti og síðasti þáttur Topp 5 er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þátturinn, sem er í umsjá Guðmundar Benediktssonar, hefst klukkan 18:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn fimm uppáhalds mörkin sín á ferlinum og ræða um þau. Í þættinum í kvöld ræða þeir Kjartan Henry Finnbogason, Gary Martin og Óskar Örn Hauksson um sín uppáhalds mörk. Óskar ræddi um fjögur mörk sem hann skoraði sjálfur og eitt sem hann lagði upp á Gary í leik KR og FH í Kaplakrika 2012. Hér fyrir neðan má sjá Óskar tala um stoðsendinguna í þessu marki. Klippa: Topp 5 - Óskar Örn Kjartan Henry Finnbogason (fæddur 1986) er uppalinn hjá KR og vakti athygli með liðinu 2004. Í desember sama ár fór hann til Celtic í Skotlandi. Eftir fimm ár erlendis gekk Kjartan aftur í raðir KR 2010. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2011, Íslandsmeistari 2013 og vann bikarinn 2012 og 2014. Kjartan skoraði sigurmark KR á lokamínútunni í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík 2014. Undanfarin sex ár hefur Kjartan leikið í Danmörku með millilendingu í Ungverjalandi. Kjartan hefur skorað 38 mörk í 98 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann fékk bronsskóinn 2011. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með KR. Kjartan hefur leikið þrettán A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Gary Martin (fæddur 1990) hóf ferilinn hjá Middlesbrough en náði ekki að leika fyrir aðallið félagsins. Gary kom fyrst til Íslands 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA í næstefstu deild. Á miðju sumri 2012 fór Gary til KR og varð bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari ári seinna. Gary gekk í raðir Víkings R. fyrir tímabilið 2016 en fór til Lillestrøm í Noregi um mitt sumar. Gary kom aftur til Íslands fyrir tímabilið 2019 og samdi við Val. Þar stoppaði hann stutt og fór yfir í ÍBV. Hann varð markakóngur Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Í vetur lék hann sem lánsmaður með Darlington í heimaborg sinni. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hann hefur tvisvar sinnum fengið gullskóinn og silfurskóinn einu sinni. Gary hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Óskar Örn Hauksson (fæddur 1984) er Njarðvíkingur sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Eftir þrjú ár í Grindavík fór Óskar til KR 2007 þar sem hann hefur leikið síðan. Hann lék sem lánsmaður með Sandnes Ulf í Noregi 2012 og kanadíska félaginu Edmonton 2015. Óskar varð Íslandsmeistari með KR 2011, 2013 og 2019 og bikarmeistari 2008, 2011, 2012 og 2014. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra. Óskar hefur leikið 309 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 75 mörk. Hann er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar og getur bætt leikjamet Birkis Kristinssonar í sumar. Óskar er leikja- og markahæstur í sögu KR í efstu deild. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Óskar hefur leikið tvo A-landsleiki.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira