Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:04 Kjósendur með grímur bíða eftir að því að geta kosið í forvali í Washington-borg í gær. Langar raðir mynduðust sums staðar. Margir biðu enn í röð skömmu áður en útgöngubann tók gildi í borginni vegna mótmæla sem hafa geisað undanfarna daga. AP/Andrew Harnik Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira