120 milljónir í bíó og sjónvarp vegna Covid-19 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 21:25 Baldvin Z leikstjóri er einn af þeim sem njóta góðs af átaki stjórnvalda. vísir/vilhelm Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Verkefni Rannveigar Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Gagga, og Baldvins Z eru þau verkefni sem fá hæstu styrkina frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls hefur kvikmyndasjóðurinn úthlutað styrkjum af sérstakri 120 milljóna króna fjárveitingu sem fékkst vegna átaksverkefnisins. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935 milljónir króna en veittir voru fimmtán styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda, heimildarmynda og sjónvarpsefnis. Efst á blaði eru framleiðslustyrkir til Nýrra handa ehf. vegna Síðasta saumaklúbbsins í leikstjórn Göggu, alls 35 milljónir króna. Glassriver fær 20 milljónir vegna Vegferðarinnar, sjónvarpsþáttaraðar í leikstjórn Baldvins Z, sem sýnd verður á Stöð 2. Þá voru einnig veittir sérstakir þróunarstyrkir en Kvikmyndafélag Íslands fékk til að mynda 9,5 milljónir til að þróa Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, svo dæmi séu tekin. Þá fá Nýjar hendur hins vegar og Elsku Rut ehf annars vegar sérstaka kynningarstyrki til að kynna Síðustu veiðiferðina og Þriðja pólinn. Á vef Kvikmyndamiðstöðarinnar segir að við mat á verkefnum hafi sérstaklega verið litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var meðal annars litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrki. Sjá má lista yfir hvaða verkefni fengu styrki hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira