Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:30 Arna K. Steinsen lyftir hér Íslandsbikarnum á baksíðu Morgunblaðsins eftir að hafa verið fyrsta konan til að gera lið að Íslandsmeistutum. Úrklippan er úr Morgunblaðinu frá 4. september 1993. Skjáskot af timarit.is Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR) Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira