Segir mistök að hafa ekki gert eins og Íslendingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 20:23 Anders Tegnell er sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Jessica Gow/EPA Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa gert mistök í upphaflegum viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð. Hann segir að upplýsingar sem síðar komu fram hefðu leitt til þess að ferðalangar frá Austurríki til Svíþjóðar hefðu verið prófaðir fyrir veirunni, líkt og gert var við þá sem komu til Svíþjóðar frá Ítalíu. Íslendingar eru meðal þeirra sem vöruðu við fjölda smitaðra sem komu frá austurríska bænum Ischgl. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska dagblaðsins Expressen. Þar er meðal annars dreginn fram munurinn á viðbrögðum Svía og Íslendinga þegar fregnir tóku að berast af því að fólk sem hefði verið statt í skíðabænum Ischgl hefði greinst með kórónuveiruna. Þar er sagt frá því hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld létu yfirvöld í Ischgl strax vita. Frá þeim fengust þó þau svör að „út frá læknisfræðilegu sjónarhorni“ væri ólíklegt að fólkið sem greindist hér á landi hefði smitast í Austurríki. „Íslendingarnir voru ekki sannfærðir,“ segir í Expressen. „Þegar fleiri tilfelli veirunnar greindust hjá fólki sem ferðast hafði frá Ischgl til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Þýskalands, og austurrísk stjórnvöld héldu áfram að neita fyrir tenginguna, ákvað Ísland að setja svæðið á lista áhættusvæða ásamt Kína, Suður-Kóreu, Íran og Ítalíu.“ Aðra sögu var hins vegar að segja í Svíþjóð. Þar hafi sjónum heilbrigðisyfirvalda nánast eingöngu verið beint að Ítalíu, þrátt fyrir háværar viðvaranir hér á landi um að veiran leyndist víðar. Nú hefur Tegnell, eins og áður sagði, viðurkennt að þetta hafi verið mistök. Covid-19 sjúkdómurinn hefur dregið alls 4.395 manns til dauða í Svíþjóð, þar af 45 síðasta sólarhringinn. Þannig hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins í landinu en á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira