NBA deildin ræddi við KKÍ um að koma með NBA-liðin til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 15:20 LeBron James og Giannis Antetokounmpo eru tvær af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar og voru mögulega á leiðinni til Íslands áður en NBA ákvað að spila allt í Disney World. Getty/Andrew D. Bernstein Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu. NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Ísland átti möguleika á því að vera miðstöðin í endurkomu NBA-deildarinnar í körfubolta eftir COVID-19. Eins og hjá öðrum atvinnumannadeildum í Bandaríkjunum hefur NBA deildin leitað leiða til að koma keppninni aftur af stað eftir að hætt var að spila vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan liggur nánast fyrir því NBA deildin verður að öllum líkindum spiluð í Disney garðinum í Flórída-fylki. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá áttu sér stað formlegar viðræður á milli forsvarsmanna NBA og Körfuknattleikssambands Íslands. NBA íhugaði það að koma með liðin sín hingað til lands og leika hér hluta þeirra leikja sem eftir eru. Það hefði þýtt að liðin hefðu komið til Íslands með alla sína leikmenn, starfsmenn og þjálfara og gist á íslenskum hótelum. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti í samtali við Íþróttadeild að formleg samskipti hefðu átt sér stað á milli sambandsins og NBA. Hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leiti. Adam Silver, framkvæmdastjóri NBA, þykir framsækinn og nýjungagjarn. Það var hann sem tók þátt i viðræðunum við Körfuknattleikssamband Íslands. Samband Íslands og NBA hefur í gegnum tíðina verið mjög gott. Stöð 2 var ein fyrsta sjónvarpsstöðin í heiminum fyrir utan Bandaríkin sem sýndi beint frá NBA. David Stern heitinn, sem er af mörgum talinn vera mikilvægasti framkvæmdastjóri NBA, var mikill Íslandsvinur og áttu hann og Einar Bollason, sem lýsti NBA-leikjum á árunum áður í íslensku sjónvarpi, í góðu sambandi. Hugmyndin um að halda leik áfram í NBA hafa snúið að því að liðin gisti á svipuðum stöðum í svokallaðri „búbblu“. Hugmyndin að vera með „búbluna“ á Íslandi var rædd formlega en að lokum ákvað stjórn NBA að fara ekki út fyrir bandaríska grundu.
NBA Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira