14 dagar í Pepsi Max: Hundraðasta tímabil Valsmanna í efstu deild í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2020 12:00 Haukur Páll Sigurðsson tók við Íslandsbikarnum sem fyrirliði Valsmanna bæði 2017 og 2018. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003) Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 14 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Valsmenn luku 99. tímabili sínu í efstu deild síðasta haust og sumarið í ár er því tímamótatímabil á Hlíðarenda. Þeir munu hefja hundraðasta tímabil sitt í efstu deild þegar KR-ingar koma í heimsókn til þeirra í opnunarleik mótsins. Valsmenn verða þar annað íslenska félagið á eftir KR til að spila hundrað tímabil í efstu deild. Hundraðasta tímabil KR-inga var sumarið 2014. Framarar voru langt á undan Valsmönnum þegar þeir féllu úr deildinni árið 2014. Framarar hafa spilað í b-deildinni síðan og á sama tíma hafa Valsmenn komist upp fyrir þá. Fyrsta tímabil Valsmanna var 1915 og þér léku í deildinni til 1919. Valur var ekki með frá 1920 til 1922 en misstu síðan ekki úr tímabil í efstu deild frá 1923 til 1999 þegar þeir féllu í fyrsta sinn. Valsliðið fór upp og niður á næstu árum en hefur síðan spilað meðal bestu liða landsins frá og með 2005 tímabilinu eða undanfarnar fimmtán leiktíðir. Sumarið 2020 verður því sextánda sumar Valsliðsins í röð í úrvalsdeild karla. Valsmenn hafa oftast endað í fyrsta sætinu því þeir hafa verið Íslandsmeistarar 22 sinnum. Valsliðið hefur síðan átján sinnum endað í bæði þriðja og fimmta sætið og þá hafa Hlíðarendapiltar fengið silfurverðlaunin á sautján tímabilum í efstu deild. Valsmenn hafa aðeins endað neðar en fimmta sæti á 11 af 99 tímabilum eða ellefu prósent leiktíða sinna í efstu deild. Eitt af þeim tímabilum var í fyrra þegar Valur endaði í sjötta sæti. Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Flest tímabil í efstu deild á Íslandi: 1. KR 106 2. Valur 100 3. Fram 98 4. Víkingur R. 69 5. ÍA 67 6. Keflavík 52 7. ÍBV 51 8. FH 36 9. Breiðablik 35 10. Fylkir 23 11. Grindavík 20 11. ÍBA 20 13. Þróttur R. 19 14. KA 18 14. Stjarnan 18 Sæti Valsmanna á 99 tímabilum í efstu deild: Íslandsmeistarar - 22 tímabil (Síðast 2018) Silfurverðlaun - 17 tímabil (2005) Þriðja sæti - 18 tímabil (2006) Fjórða sæti - 13 tímabil (1994) Fimmta sæti - 18 tímabil (2016) Sjötta sæti - 2 tímabil (2019) Sjöunda sæti - 2 tímabil (2010) Áttunda sæti - 4 tímabil (2012) Níunda sæti - 2 tímabil (2001) Tíunda sæti - 1 tímabil (2003)
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira