Opinbera leikara í Kötlu-þáttum Baltasars Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2020 08:22 Björn Thors, Íris Tanja Flygenring, Guðrún Ýr Eyfjörð, Baltasar Kormákur, Aliette Opheim, Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Breki Samper. Netflix/Lilja Jónsdóttir Búið er að tilkynna um þá leikara sem munu fara með aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Kötlu í leikstjórn Baltasars Kormáks. Í tilkynningu segir að í hópnum verður að finna Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Írisi Tönju Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Sólveigu Arnarsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka Samper, Björn Thors, auk Svíanna Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Draugabærinn Vík Í tilkynningu segir um söguþráð þáttanna að einu ári eftir gos í Kötlu hafi líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðst til að yfirgefa bæinn þar sem jökullinn nálægt eldfjallinu hafi byrjað að bráðna. „Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Sýnd á Netflix um allan heim Í leikarahópnum er einnig að finna Harald Ara Stefánsson, Birgittu Birgisdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Björn Ingi Hilmarsson, Aldísi Amah Hamilton og hinn níu ára Hlyn Atla Harðarson. Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður kynntur síðar. Netflix Mýrdalshreppur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Búið er að tilkynna um þá leikara sem munu fara með aðalhlutverk í Netflix-þáttunum Kötlu í leikstjórn Baltasars Kormáks. Í tilkynningu segir að í hópnum verður að finna Guðrúnu Ýr Eyfjörð (GDRN), Írisi Tönju Flygenring, Ingvar E. Sigurðsson, Þorstein Bachmann, Sólveigu Arnarsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur, Baltasar Breka Samper, Björn Thors, auk Svíanna Aliette Opheim og Valter Skarsgård. Draugabærinn Vík Í tilkynningu segir um söguþráð þáttanna að einu ári eftir gos í Kötlu hafi líf bæjarbúa í friðsæla smábænum Vík breyst mikið og þeir neyðst til að yfirgefa bæinn þar sem jökullinn nálægt eldfjallinu hafi byrjað að bráðna. „Þeir örfáu íbúar sem eftir eru ná að halda samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er bærinn nánast orðinn að draugabæ. Dularfullir hlutir sem frusu djúpt inn í jökulinn fyrir löngu síðan koma nú í ljós og hafa ófyrirséðar afleiðingar,“ segir í tilkynningunni. Sýnd á Netflix um allan heim Í leikarahópnum er einnig að finna Harald Ara Stefánsson, Birgittu Birgisdóttur, Helgu Brögu Jónsdóttur, Björn Ingi Hilmarsson, Aldísi Amah Hamilton og hinn níu ára Hlyn Atla Harðarson. Aðrir handritshöfundar en Baltasar að átta þátta seríunni eru þau Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir, en framleiðsla er í höndum RVK Studios. Katla verður sýnd á Netflix um allan heim en frumsýningardagur verður kynntur síðar.
Netflix Mýrdalshreppur Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira