Boðin vinna sem húsvörður í foreldraviðtali Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2020 13:30 Álftnesingarnir Guðjón Pétur Lýðsson og Kjartan Atli Kjartansson ræða saman. mynd/stöð 2 sport Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Breiðabliks, er ýmislegt fleira til lista lagt en að sparka í fótbolta. Hann er nefnilega með afbrigðum handlaginn sem kemur sér vel í starfi hans sem húsvörður í Urriðaholtsskóla. Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni eftir í vinnunni í Sportinu í dag og hjálpaði honum m.a. að setja upp töflu. Guðjón hefur unnið í fimm mánuði í Urriðaholtsskóla. Sagan af því hvernig hann fékk starfið er nokkuð skondin. „Ég bý hérna í nágrenninu og var í foreldraviðtali. Ég ætlaði ekki að fara í þetta en Þorgerður skólastjóri sannfærði mig um að þetta gæti verið sniðugt. Ég var nýbúinn að byggja hús og var á milli verka,“ sagði Guðjón. „Ég hef aðeins verið í pólitík og hugsaði að þetta gæti verið góð innsýn í skólann og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þorgerður vildi fá húsvörð, ég sótti um það og er kominn hingað. Þetta er mjög fínt með fótboltanum.“ Guðjón segir að starfið sé afar fjölbreytt og hann þurfi að sinna hinum ýmsu verkum. „Þetta hentar mjög vel. Þetta er svipað því að byggja. Það eru alls konar verk sem þarf að hoppa í. Þetta er mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. Þú veist aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér,“ sagði Guðjón. Hann segir að Stjörnukrakkarnir í Urriðaholtsskóla taki ekki illa í að húsvörðurinn sé Bliki. „Það er gaman. Það er aðeins verið að skjóta á mann en við höfum það á góðu nótunum. Ég læt vita að, eins og staðan er núna, er Breiðablik betra lið,“ sagði Guðjón en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðjón Pétur í vinnunni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Breiðabliks, er ýmislegt fleira til lista lagt en að sparka í fótbolta. Hann er nefnilega með afbrigðum handlaginn sem kemur sér vel í starfi hans sem húsvörður í Urriðaholtsskóla. Kjartan Atli Kjartansson fylgdi Guðjóni eftir í vinnunni í Sportinu í dag og hjálpaði honum m.a. að setja upp töflu. Guðjón hefur unnið í fimm mánuði í Urriðaholtsskóla. Sagan af því hvernig hann fékk starfið er nokkuð skondin. „Ég bý hérna í nágrenninu og var í foreldraviðtali. Ég ætlaði ekki að fara í þetta en Þorgerður skólastjóri sannfærði mig um að þetta gæti verið sniðugt. Ég var nýbúinn að byggja hús og var á milli verka,“ sagði Guðjón. „Ég hef aðeins verið í pólitík og hugsaði að þetta gæti verið góð innsýn í skólann og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Þorgerður vildi fá húsvörð, ég sótti um það og er kominn hingað. Þetta er mjög fínt með fótboltanum.“ Guðjón segir að starfið sé afar fjölbreytt og hann þurfi að sinna hinum ýmsu verkum. „Þetta hentar mjög vel. Þetta er svipað því að byggja. Það eru alls konar verk sem þarf að hoppa í. Þetta er mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. Þú veist aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér,“ sagði Guðjón. Hann segir að Stjörnukrakkarnir í Urriðaholtsskóla taki ekki illa í að húsvörðurinn sé Bliki. „Það er gaman. Það er aðeins verið að skjóta á mann en við höfum það á góðu nótunum. Ég læt vita að, eins og staðan er núna, er Breiðablik betra lið,“ sagði Guðjón en innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðjón Pétur í vinnunni Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira