Fyrrum liðsfélagi Óttars og Björns stal úr leikmannasjóðnum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 07:00 Vegard Forren á að baki 33 A-landsleiki fyrir Noreg. VÍSIR/GETTY Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021. Norski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Vegard Forren, sem leikið hefur 33 leiki fyrir norska landsliðið í fótbolta, verður mögulega rekinn frá meisturum Molde eftir að hafa lagt spilin á borðið varðandi alvarlega veðmálafíkn sína. Forren sagði frá veðmálafíkn sinni í viðtali við TV2 nú þegar um tuttugu dagar eru í að ný leiktíð hefjist í norsku úrvalsdeildinni, þar sem Molde á titil að verja. Forren hefur leikið heila 286 deildarleiki fyrir Molde á sínum ferli, frá árinu 2007, en hann hefur á sínum ferli einnig verið um skamman tíma á mála hjá Southampton og Brighton án þess þó að spila í ensku úrvalsdeildinni. Forren, sem var meðal annars liðsfélagi Óttars Magnúsar Karlssonar og Björns Bergmanns Sigurðarsonar hjá Molde, segist hafa sokkið svo djúpt vegna spilafíknar að hann hafi nokkrum sinnum stolið úr sektarsjóði leikmanna liðsins. Forren fór með umsjón sjóðsins en í slíkan sjóð safnast peningar þegar leikmenn brjóta fyrir fram ákveðnar reglur leikmannahópsins, til að mynda varðandi mætingu á æfingar og ýmislegt fleira. „Ég hef alltaf glímt við þetta vandamál. Þetta er sjúkdómur sem ég hef átt erfitt með að gera mér grein fyrir sjálfur. Við höfum notað sektarsjóðinn til að styðja við góð málefni eða fara saman í skemmtiferðir, en ég hef tekið peninga þaðan að láni til að borga skuldir við félaga mína. Ég hef borgað lánin til baka nokkrum sinnum en svo tekið meiri peninga. Ég hef aldrei ætlað mér að stelpa og ætlunin hefur alltaf verið að borga til baka, en ég hef ekki getað það,“ sagði Forren við TV 2. Kom heim hræddur um að konan myndi fatta þetta Forren á konu og fjögur börn og kveðst ánægður með þann stuðning sem hann hefur fengið eftir að hafa viðurkennt vandamál sitt. Það hafi verið erfitt að halda því leyndu. „Það fylgdi þessu svo svakalega neikvæð orka. Maður kom heim og var hræddur um að hún [Cathrine Emilie, kona Forren] myndi fatta þetta. Það tók mig langan tíma að átta mig á þessu,“ sagði Forren. Lögfræðingur leikmannsins, Odd Arne Nilsen, segir að þeir muni ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ákveði Molde að reka Forren. Hann er með samning við félagið sem gildir fram í desember 2021.
Norski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira