Warzone-streymi Steinda slær í gegn: Endurtekur leikinn í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 17. apríl 2020 17:23 Steindi kallar útsendinguna Rauðvín og klakar og byrjar klukkan tíu í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Steindi og félagar spiluðu á sama hátt fyrir viku og voru viðtökurnar vægast sagt góðar. Þúsundir fylgdust með. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. „Óli er afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Digital Cusz er sköllóttur frá Sauðárkróki og frændi Audda Blö. MVPete er starfsmaður hjá Freyju. Við drekkum síðan flösku á mann og verðum verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allar seríurnar og svæfa krakkana.“ Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan. Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
„Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Steindi og félagar spiluðu á sama hátt fyrir viku og voru viðtökurnar vægast sagt góðar. Þúsundir fylgdust með. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. „Óli er afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Digital Cusz er sköllóttur frá Sauðárkróki og frændi Audda Blö. MVPete er starfsmaður hjá Freyju. Við drekkum síðan flösku á mann og verðum verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allar seríurnar og svæfa krakkana.“ Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Rauðvín og klakar Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira