Fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið rakið aftur til 17. nóvember Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2020 07:43 Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á kínverskt samfélag síðustu mánuði. Önnur ríki heims hafa einnig verið að grípa til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Getty Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst. Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Búið er að rekja fyrsta staðfesta kórónuveirusmitið aftur til 17. nóvember síðastliðinn. Þetta kemur fram í minnisblöðum kínverskra stjórnvalda sem South China Morning Post segir frá. Í skjölunum kemur fram að 55 ára maður í Hubei-héraði sé sá fyrsti sem vitað er að smitaðist af veirunni. Grunur leikur þó á að allra fyrsta smitið kunni að hafa komið nokkru fyrr. Enn sem komið er hefur ekki tekist að rekja smitin aftar í tíma, en mikilvægt er að rekja smitin aftur til þess sem smitaðist fyrst til að gera sér grein fyrir því hvernig veiran myndaðist og fór svo í dreifingu milli manna. 266 manns hið minnsta smituðust á síðasta ári Kínverskum yfirvöldum hefur enn sem komið er tekist að finna 266 manns sem smituðust af kórónuveirunni, sem veldur sjúkdómnum COVOD-19, á síðasta ári. Öll leituðu þau til lækna á tímabilinu. Í frétt South China Morning Post segir að dagana eftir 17. nóvember hafi verið tilkynnt um eitt til fimm ný tilfelli á dag. Þann 15. desember var búið að greina 27 manns með smit, en fimm dögum síðar var fjöldinn kominn í sextíu. Zhang Jixian, læknir á sjúkrahúsi í Hubei, greindi heilbrigðisyfirvöldum frá því þann 27. desember að sjúkdóminn mætti rekja til nýs afbrigðis kórónuveiru. Þá höfðu 180 manns greinst með smit, þó að fullvíst megi teljast að raunverulegur fjöldi hafi verið mun hærri. Á gamlársdag 2019 voru tilfellin í Kína 266, og á fyrsta degi nýs árs 381. Um fimm þúsund látið lífið Alls hafa nú rúmlega 80 þúsund manns greinst með veiruna í Kína og tæplega 3.200 látið lífið. Verulega hefur tekist að hefta útbreiðsluna í Kína, en sömu sögu er þó ekki að segja utan Kína. Á heimsvísu hafa um 135 þúsund smit greinst og hafa tæplega fimm þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Á Íslandi hafa 117 smit greinst.
Kína Wuhan-veiran Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira