Burst hjá United | Grátlegt tap FCK í Tyrklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 12. mars 2020 19:45 vísir/getty Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Manchester United er í þægilegri stöðu eftir fyrri leikinn gegn LASK frá Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en United vann 5-0 sigur í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Austurríki vegna kórónuveirunnar en Odion Ighalo skoraði fyrsta markið á 28. mínútu með glæsilegu skoti í slá og inn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Annað mark Manchester United skoraði Daniel James á 58. mínútu eftir laglega skyndisókn en Wales-verjinn hafði ekki skorað í síðustu 33 leikjum. Juan Mata skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok eftir laglegt spil. Veislunni var ekki lokið því Mason Greenwood bætti við fjórða marki United í uppbótartíma og skömmu síðar var Andreas Pereira á skotskónum eftir undirbúning Fred. Lokatölur 5-0 og ljóst að Man. United er með annan fótinn og rúmlega það inn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en nú er spurning hvort að síðari leikurinn muni fara fram í næstu viku. FCK er 1-0 undir gegn stjörnuprýddu liði Istanbul Basaksehir. Sigurmarkið skoraði Edin Visca úr umdeildri vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að brotið var á Demba Ba. Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FCK vegna meiðsla. Basel gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Frankfurt á útivelli. Samuele Campo kom Basel yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik bættu þeir Kevin Bua og Fabian Frei við sitthvoru markinu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira