Segja knattspyrnukonurnar vera eftirbátar karlanna í leikni og ábyrgð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 12:00 Megan Rapinoe vakti mikla athygli innan vallar sem utan. Hún varð heimsmeistari með Bandaríkjunum, best og markahæst á HM, pirraði Donald Trump Bandaríkjaforseta og fékk svo Gullboltann í lok árs. vísir/getty Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Barátta bandaríska knattspyrnusambandsins gegn því að greiða landsliðskonum sínum jafnmikið og landsliðskörlunum er farin að vera ansi vandræðaleg. Bandarísku landsliðskonurnar stefndu sambandinu sínu til að ná fram kynjajafnrétti í launagreiðslum en hafa fengið harða og ódrengilega mótstöðu. Nýjasta útspilið er dæmi um það. Bandaríska knattspyrnusambandið, The U.S. Soccer Federation, sendi frá sér ný rök í gær fyrir því af hverju sambandið er ekki tilbúið að greiða konunum sömu bónusa og körlunum. U.S. Soccer argues USWNT players trail male counterparts in "skill" and "responsibility" https://t.co/XxcWyuroQC— Post Sports (@PostSports) March 11, 2020 Þar kemur fram að ástæðan fyrir mismunandi launum kynjanna er að bandaríska sambandið segir að knattspyrnukonurnar séu eftirbátar karlanna hvað varðar leikni og ábyrgð. Bandaríska sambandið heldur því þannig fram að störf landsliðskarlanna og landsliðskvennannan séu ekki sambærileg af því að knattspyrnukarlarnir séu sterkari og fljótari. Sambandið er einnig á því að leikmenn karlalandsliðsins hafi meiri ábyrgð varandi orðspor bandaríska sambandsins út á við. Þar kemur líka fram að karlalandsliðið taki þátt í fleiri keppnum og eigi möguleika á því að vinna hærra verðlaunafé á heimsmeistaramóti sem dæmi. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þetta nýjasta útspil bandaríska sambandsins hafi hneykslað marga og knattspyrnukonurnar voru líka fljótar að skjóta þetta niður. „Þessi fáránlega röksemdafærsla á heima á steinöld. Þetta hljómar eins og þetta hafi verið samið af steinaldarmanni,“ sagði í yfirlýsingu Molly Levinson, talskonu landsliðskvennanna en hún kallaði hana líka hreina og klára kynjamismunun. Það er líka ljóst að þessi rök bandaríska knattspyrnusambandsins hafa líka farið mjög illa í marga styrktaraðila sambandsins.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira