Hrósaði Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 11:30 Atvikið fræga á HM sumarið 2014. Báðir sitja þeir þarna í grasinu eftir samskipti sín. Giorgio Chiellini er að drepast í öxlinni eftir bitið en Luis Suarez heldur um tennurnar sem höfðu áður farið á bólakaf í öxl Ítalans. EPA/EMILIO LAVANDEIRA JR Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum. HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma. Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA. Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014. Giorgio Chiellini says Luis Suarez was right to bite him during 2014 World Cup https://t.co/U5bk4U2HtY pic.twitter.com/2jmCenF5XV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 „Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út. „Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini. „Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini. Chiellini "admired" Suarez for that bite pic.twitter.com/SocwrB2SIb— B/R Football (@brfootball) May 21, 2020 „Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini. „Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini. Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum.
HM 2014 í Brasilíu Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira