Hallbera sló í gegn í eldhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2020 14:32 Vinkonurnar voru heldur betur sáttar. Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísladóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Eldað með Evu á miðvikudagskvöldið. Hallbera er þekkt fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum en ekki svo mikið inni í eldhúsinu. Eva kenndi henni að matreiða Tikka Masalakjúkling og Súkkulaðimús og að lokum bauð hún vinkonum sínum úr knattspyrnuheiminum í mat. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig hjá Hallberu sem lærði margt og mikið af Evu Laufey en vinkonur hennar höfðu ekki endilega mikla trú á henni fyrir verkefnið. Hér að neðan má sjá matarboð Hallberu. Hér að neðan má sjá uppskriftir þáttarins. Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: 1.Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita 2.Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. 3.Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200 g hakkaðir tómatar 3 msk sýrður rjómi 3 msk hrein jógúrt 1 dl rjómi Handfylli ferskur kóríander Aðferð: 1.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. 2.Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. 3.Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. 4.Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. 5.Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. 6.Smakkið ykkur til með salti og pipar. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti + meiri ef ykkur finnst deigið of blautt 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1.Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. 2.Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 3.Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. 4.Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 5.Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 6.Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 7.Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka Salt og pipar 2 msk smátt saxður kóríander Aðferð: 1.Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram Súkkulaðimús ·200 g súkkulaði ·2 eggjarauður ·500 ml rjómi ·1 msk sykur ·Fersk ber til skrauts. Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði 2. Þeytið rjóma og sykur saman. 3. Kælið súkkulaðið í smá stund, hrærið eggjarauðum saman við ef súkkulaðið er of þykkt þá bætið þið smá rjóma saman við til þess að þynna. 4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við rjómann í nokkrum skömmtum. 5. Kælið og berið fram með ferskum berjum. Eva Laufey Uppskriftir Kjúklingur Brauð Búðingur Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sumir eiga bara fræga vini Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Knattspyrnukonan Hallbera Guðný Gísladóttir var gestur hjá Evu Laufey Kjaran í þættinum Eldað með Evu á miðvikudagskvöldið. Hallbera er þekkt fyrir frábæra takta á knattspyrnuvellinum en ekki svo mikið inni í eldhúsinu. Eva kenndi henni að matreiða Tikka Masalakjúkling og Súkkulaðimús og að lokum bauð hún vinkonum sínum úr knattspyrnuheiminum í mat. Þetta gekk nokkuð vel fyrir sig hjá Hallberu sem lærði margt og mikið af Evu Laufey en vinkonur hennar höfðu ekki endilega mikla trú á henni fyrir verkefnið. Hér að neðan má sjá matarboð Hallberu. Hér að neðan má sjá uppskriftir þáttarins. Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: 1.Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita 2.Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. 3.Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200 g hakkaðir tómatar 3 msk sýrður rjómi 3 msk hrein jógúrt 1 dl rjómi Handfylli ferskur kóríander Aðferð: 1.Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlauk, engifer og chili. 2.Bætið kryddunum út á pönnuna og hrærið. 3.Því næst fara hakkaðir tómatar, tómatpúrra, sýrður rjómi, rjómi og hrein jógúrt saman við. 4.Leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur og steikið kjúklinginn á meðan. 5.Setjið kjúklinginn út í pottinn og leyfið sósunni að malla í 20 mínútur. 6.Smakkið ykkur til með salti og pipar. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti + meiri ef ykkur finnst deigið of blautt 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1.Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. 2.Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 3.Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. 4.Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 5.Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 6.Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 7.Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka Salt og pipar 2 msk smátt saxður kóríander Aðferð: 1.Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram Súkkulaðimús ·200 g súkkulaði ·2 eggjarauður ·500 ml rjómi ·1 msk sykur ·Fersk ber til skrauts. Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði 2. Þeytið rjóma og sykur saman. 3. Kælið súkkulaðið í smá stund, hrærið eggjarauðum saman við ef súkkulaðið er of þykkt þá bætið þið smá rjóma saman við til þess að þynna. 4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við rjómann í nokkrum skömmtum. 5. Kælið og berið fram með ferskum berjum.
Eva Laufey Uppskriftir Kjúklingur Brauð Búðingur Mest lesið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Sumir eiga bara fræga vini Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira