Enn sem komið er standa öll plön varðandi Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 15:33 Felix Bergsson í Tel Aviv á síðasta ári þar sem Eurovision-keppnin fór fram og Hatari steig á sviðið sem framlag Íslands. vísir/kolbeinn tumi „Flottur fundur fararstjóra í Eurovision (Heads of Delegations) í Rotterdam. Það er mikill vinafundur enda höfum við mörg unnið í Eurovision í nokkur ár,“ segir Felix Bergsson í færslu á Facebook en hann verður fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Rotterdam í maí. Felix og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska atriðisins, hafa verið síðustu daga á fundum ytra vegna Eurovision. Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og Ísraelsmenn. „Hollendingar tóku ákaflega vel á móti okkur sem mættum og Rotterdam sýndi sínar bestu hliðar. Gríðarlega spennandi suðupottur sem gaman verður að kynnast betur.“ Flottasta húsið Felix og Rúnar hittu sjálfboðaliðana sem ætla að vinna með þeim í keppninni. „Svona viðburður byggir á gríðarlega þéttu neti sjálfboðaliða sem skipta hundruðum. Hollenska þjóðin er algjörlega með í þessu gestaboði og sjálfboðaliðarnir okkar æðisleg. Við skoðuðum tónleikahöllina Ahoy sem er hreinlega flottasta hús fyrir þennan viðburð sem ég hef séð. Og hönnun á sviðinu, ljós og tækni almennt er geggjuð. Allar leiðir innanhúss eru stuttar og almenningssamgöngur með besta móti. Fullkomið,“ skrifar Felix. Hann segir að fundurinn sjálfur hafi verið mjög vel skipulagður. „Og troðfullur af upplýsingum sem ég ber heim til okkar fólks á RÚV. Ástandið vegna Covid 19 var auðvitað rætt en við treystum yfirvöldum og skipuleggjendum til að taka púlsinn á þeim málum og í augnablikinu er ekki verið að breyta plönum. Stefnan er enn sú sama - að gera magnað show sem gleður áhorfendur í Evrópu og út um allan heim. Við enduðum svo í matarboði borgarstjóra í ráðhúsi borgarinnar og fengum ljúffengt grænmetisfæði. Skemmtiatriðin voru stórkostleg og framkvæmd af nemendum í listaháskóla borgarinnar. Það var ákaflega vel til fundið.“ Eurovision Wuhan-veiran Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
„Flottur fundur fararstjóra í Eurovision (Heads of Delegations) í Rotterdam. Það er mikill vinafundur enda höfum við mörg unnið í Eurovision í nokkur ár,“ segir Felix Bergsson í færslu á Facebook en hann verður fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Rotterdam í maí. Felix og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska atriðisins, hafa verið síðustu daga á fundum ytra vegna Eurovision. Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og Ísraelsmenn. „Hollendingar tóku ákaflega vel á móti okkur sem mættum og Rotterdam sýndi sínar bestu hliðar. Gríðarlega spennandi suðupottur sem gaman verður að kynnast betur.“ Flottasta húsið Felix og Rúnar hittu sjálfboðaliðana sem ætla að vinna með þeim í keppninni. „Svona viðburður byggir á gríðarlega þéttu neti sjálfboðaliða sem skipta hundruðum. Hollenska þjóðin er algjörlega með í þessu gestaboði og sjálfboðaliðarnir okkar æðisleg. Við skoðuðum tónleikahöllina Ahoy sem er hreinlega flottasta hús fyrir þennan viðburð sem ég hef séð. Og hönnun á sviðinu, ljós og tækni almennt er geggjuð. Allar leiðir innanhúss eru stuttar og almenningssamgöngur með besta móti. Fullkomið,“ skrifar Felix. Hann segir að fundurinn sjálfur hafi verið mjög vel skipulagður. „Og troðfullur af upplýsingum sem ég ber heim til okkar fólks á RÚV. Ástandið vegna Covid 19 var auðvitað rætt en við treystum yfirvöldum og skipuleggjendum til að taka púlsinn á þeim málum og í augnablikinu er ekki verið að breyta plönum. Stefnan er enn sú sama - að gera magnað show sem gleður áhorfendur í Evrópu og út um allan heim. Við enduðum svo í matarboði borgarstjóra í ráðhúsi borgarinnar og fengum ljúffengt grænmetisfæði. Skemmtiatriðin voru stórkostleg og framkvæmd af nemendum í listaháskóla borgarinnar. Það var ákaflega vel til fundið.“
Eurovision Wuhan-veiran Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira