„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 09:30 Arnar gerði upp ferilinn sinn í Sportinu í kvöld. vísir/s2s Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. Arnar var gestur í Sportinu í kvöld hjá Rikka G í gærkvöldi þar sem var farið yfir víðan völl. Þeir fóru meðal annars yfir uppvaxtarrárin á Skaganum en það var ljóst ansi snemma að þeir bræður ættu góða möguleika að fara í atvinnumennsku og voru þeir þekktir upp á Skaga fyrir sína hæfileika. „Við vorum ekkert skemmtilegustu unglingar í heimi. Við vorum gríðarlega fókuseraðir að ná langt. Blessunarlega voru ekki Instagram og þessir samfélagsmiðlar á þessum tíma eins og eru í dag,“ sagði Arnar en bræðurnir voru ansi þekktir á sínum yngri árum og er hann þakklátur fyrir að samfélagsmiðlarnir hafi ekki verið komnir. „Ég segi blessunarlega því við vorum smá barnastjörnur og það var snemma ljóst frá sex til sjö ára aldri að við myndum eiga möguleika á að ná langt. Við tókum alla leið. Við sökktum okkur í allar upplýsingar sem við gátum um fótbolta og æfðum mjög vel.“ „Sumir myndu segja að við höfum æft of vel og við æfðum kannski of mikið og kolvitlaust. Þá varð bara eitthvað að víkja og þegar félagslífið tekur við, fimmtán til sextán ára, þá vorum við frekar heima að horfa á Bjarna Fel og úti í garði að leika okkur í fótbolta í stað þess að fara út að djamma.“ Bræðurnir enduðu á því að semja við Feyenoord í Hollandi þegar þeir voru nítján ára gamlir. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um yngri árin Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira