Varð ástfanginn af lyftingum: „Maður finnur eitthvað og það heltekur mann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 22:00 Júlían var í stólnum hjá strákunum í Sportinu í dag. vísir/s2s Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sjá meira
Júlían J. K Jóhannsson, kraftlyftingarmaður og íþróttamaður ársins 2019, segir að hann hafi fundið ástina í kraftlyftingum fimmtán ára gamall í World Class en á þeim tíma hafi hann einnig verið að æfa körfubolta. Júlían settist í stólinn hjá þeim Kjartani Atla og Henry Birgi í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars ástæðuna fyrir því að hann hafi byrjað í kraftlyftingum á sínum tíma. „Þegar ég er fimmtán ára þá byrja ég að lyfta og er inn í World Class en um leið og ég byrja þá á þetta hug minn allan. Þetta heltekur mig og ég er að kynna mér æfingarnar og mataræðið og leggja á minnið úrslit í mótum og svona,“ sagði Júlían. „Ég vil líkja þessu við eins og þegar maður verður ástfanginn. Maður finnur eitthvað og það heltekur mann. Það var það sem gerðist þarna en ég var enn í körfunni. Ég kunni ekki við að hætta þar og ég held áfram þó að áhuginn dvíni mjög hratt eftir að ég finn kraftlyftingarnar. Ég var byrjaður að borða mjög mikið fyrir æfingar því ég vildi ekki léttast ef það var einhver þrekæfing í körfunni.“ En hvað var það sem talaði svona mikið til hans í kraftlyftingunum? „Ég held að það sé ýmislegt. Það fyrsta sem talaði til mín var að ég var stór og sterkur þegar ég var yngri og þetta átti vel við mig. Þessi tilfinning var frábrugðinn körfunni þar sem ég var að hlaupa og elta og kom alveg búinn á því inn í klefa eftir leik og mér leið eins og ég væri að tapa einhverju heldur en að byggja eitthvað upp.“ „Á meðan það er gjörsöm andstæðan eftir kraftlyftingaræfingu þar sem manni líður eins og maður sé að byggja sig upp. Sú tilfinning talaði til mín og líka það að ég hef alltaf verið sterkur og vildi verða sterkari. Ég sá að ég yrði ekki mikið lengur hæstur en ég gat unnið í því að verða sterkastur.“ Klippa: Sportið í dag - Júlían varð ástfanginn af lyftingum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Kraftlyftingar Sportið í dag Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Sjá meira