Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:00 Innri hluti efnisskífunnar í kringum AB Aurigae. Skærguli hnúturinn fyrir miðju myndarinnar er reikistjarnan sem vísindamenn telja í myndun. ESO/Boccaletti et al. Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al. Geimurinn Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira