19 dagar í Pepsi Max: Bjarni Guðjóns sá yngsti til að skora tíu mörk fyrir Íslandsmeistaralið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 12:00 Bjarni Guðjónsson fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum árið 1996 á tveimur myndum í á síðum DV en þetta er úrklippa úr mánudagsblaðinu 30. september 1996. Að ofan er hann með föður sínum og þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni en að neðan með liðsfélögum sínum. Skjámynd/Úrklippa úr DV Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 19 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Núverandi aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara KR á athyglisvert met í efstu deild á Íslandi.Bjarni Guðjónsson stimplaði sig inn í efstu deild með ótrúlegum hætti sumarið 1996 þegar hann skoraði 13 mörk í 17 leikjum fyrir lið ÍA. Skagamenn urðu bæði Íslandsmeistarar og bikarmeistarar þetta sumar. Bjarni fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta leik og skoraði fimm mörk í fyrstu umferðunum, tvö mörk á móti Stjörnunni í fyrsta leik og svo þrennu á móti Keflavík í annarri umferðinni.Bjarni skoraði sitt tíunda mark á leiktíðinni í sigurleik á móti Val á Hlíðarenda 16. ágúst 1996. Hann var þá aðeins 17 ára, 5 mánaða og 21 dags gamall. Bjarni varð þá næstyngsti leikmaðurinn til að skora tíu mörk á tímabili í efstu deild á Íslandi en metið á enn Eyleifur Hafsteinsson sem var 17 ára, 3 mánaða og 27 daga þegar hann rauf tíu marka múrinn sumarið 1964. Um leið og Skagamenn urðu Íslandsmeistarar um haustið, þar sem Bjarni skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn, þá var ljóst að Bjarni hafði slegið met. Bjarni tók þá metið af öðrum Skagamanni, Pétri Péturssyni, en þeir eru ennþá í dag þeir tveir yngstu til að skora tíu mörk eða meira fyrir Íslandsmeistaralið. Pétur var 18 ára, 1 mánaða og 10 daga þegar hann skoraði sitt tíunda mark fyrir ÍA á Íslandsmeistarasumrinu 1977. Aðrir ungir tíu marka menn fyrir Íslandsmeistaralið eru Þórólfur Beck (KR 1959), Ingvar Elísson (ÍA 1960), Steinar Jóhannsson (Keflavík 1971), Guðmundur Þorbjörnsson (Val 1976) og Arnar Gunnlaugsson (ÍA 1992) en þeir voru allir nítján ára þegar þeir náðu þessu. Steinar og Guðmundur voru yngstir af þeim þegar þeir komust yfir tíu marka múrinn. Lárus Guðmundsson (Víkingur 1981) og Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) voru einnig nítján ára á þeim tímabilum en þeir voru samt á tuttugasta aldursári af því að þeir fæddust seint á árinu.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira