Klopp styður ákvörðun ensku deildarinnar að hefja æfingar á ný Anton Ingi Leifsson skrifar 19. maí 2020 18:58 Klopp glaður. vísir/getty Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020 Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Liðin í ensku deildinni gátu byrjað að æfa frá og með deginum í dag en liðin funduðu í gær þar sem var ákveðið að gera allt til þess að klára ensku úrvalsdeildina og ákveðnar reglur settar varðandi æfingar og prufanir vegna kórónuveirunnar. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru vongóðir um að byrja tímabilið aftur í júní, þremur mánuðum eftir að allt var sett á ís, en dagsetningin 12. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Liverpool er með myndarlegt forskot á toppi deildarinnar og þjálfari þeirra, hinn þýski Klopp, er ánægður með ákvörðun deildarinnar að hefja æfingar að nýju. „Það vill enginn setja neinn í hættu en ég held að með öllu þessu; fjarlægðartakmörkin og með að prufa leikmennina eins oft og hægt er þá munu leikmennirnir vera öruggir,“ sagði Klopp í samtali við heimasíðu Liverpool. Liverpool manager Jurgen Klopp has backed the Premier League's plans for players to return to training this week.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 19, 2020 „Þýskaland hefur sýnt að þetta er hægt. Það greindust nokkrir leikmenn á löngu tímabili og þeir æfðu í fimm vikur og núna eru þeir að spila. Ég vona að við á Englandi séum réttu megin við veiruna núna.“ „Þú verður að opna þetta í skrefum og það eru allir sammála um að byrja aftur en það er bara spurning um hvenær,“ en Klopp segir að fótboltinn verði ekki sá sami án áhorfenda. „Fullkominn fótboltinn er fullur Anfield, tvo mjög góð lið, mikil barátta, frábær mörk og Liverpool sigur. Það er hægt að framkvæma fullt af þessum hlutum en Anfield verður ekki fullur á næstunni og við verðum að sætta okkur við það.“ „Ég var svo ánægður þegar ég fékk fréttirnar að við mættum byrja æfa aftur. Ég hef ekki getað beðið svo ég er mjög ánægður að við getum byrjað aftur í litlum hópum.“ "We have to do it, unfortunately, without the best boost in the world and the best kick in your ass in the right moment in the world, from the Anfield crowd. In this moment we cannot have that, so let s take the rest and make the absolute best of it." — Liverpool FC (at ) (@LFC) May 19, 2020
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira