Sanders vonast aftur eftir óvæntum sigri í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 10:58 Joe Biden og Bernie Sanders keppast um tilefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Vísir/AP Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders munu í kvöld keppa um atkvæði Demókrata í sex ríkjum Bandaríkjanna. Kosningar verða haldnar í Michigan, Washington, Missouri, Mississippi og Idaho. Í Norður-Dakóta verða haldnir kjörfundir. Heilt yfir eru 352 landsfundarfulltrúar í boði í kvöld, flestir í Michigan. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins en Biden hefur þegar tryggt sér 670 fulltrúa og Sanders 574. Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur einungis fengið tvo fulltrúa. Fulltrúar sem frambjóðendur sem eru hættir höfðu tryggt sér munu að mestu dreifast niður á þá sem eftir eru, eftir því hvernig þeim gekk í tilkomandi ríkjum. Kannanir síðustu daga gefa í skyn að Biden njóti góðs forskots gegn Sanders fyrir kvöldið, nema í Washington þar sem Sanders mælist með nauman meirihluta. Biden er með sérstaklega mikið forskot í Mississippi, Missouri og Michigan. Sjá einnig: Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Líkur Biden hafa aukist gífurlega Heilt yfir segja sérfræðingar að Biden sé mun líklegri en Sanders til að tryggja sér tilnefningu flokksins. Líkön tölfræðivefsins Fivethirtyeight segja til dæmis að líkurnar séu 99 af hundrað, Biden í vil. Reglurnar í forvalinu eru að mörgu leyti undarlegar og verði gengi Biden í takt við kannanir gæti forskot hans aukist til muna, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Sanders hefur þó varið gífurlegu púðri í kosningabaráttu sinni í Michigan. Þrátt fyrir að kannanir sýna Biden með mikið forskot í ríkinu var staðan svipuð árið 2016 þegar Sanders vann óvæntan sigur þar sem hleypti nýju lífi í framboð hans gegn Hillary Clinton. Sanders bindur miklar vonir við að hið sama sé upp á teningnum núna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira