Forseti GSÍ segir umdeildar reglur falla úr gildi 4. maí: „Aðalatriðið að það mætti opna golfvelli“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 18:00 Haukur Örn Birgisson er forseti GSÍ. MYND/STÖÐ 2 SPORT Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sér fram á frábært golfsumar hér á landi eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um fyrstu skref við að afnema samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins. Kylfingar þurfa fram til 4. maí að fylgja ýmsum óvanalegum reglum til að spila golf og hefur talsverðrar óánægju gætt vegna þess. Haukur sagði í Sportinu í dag að þessar reglur giltu aðeins til 4. maí og benti á að í sínum huga væri aðalatriðið að þrátt fyrir samkomubann væri hægt að stunda golf, öfugt við flestar aðrar íþróttir. Hann útskýrði í þættinum hvernig hinar tímabundnu reglur væru tilkomnar. „Ég vil fyrst af öllu óska kylfingum til hamingju með þessi áform ríkisstjórnarinnar sem kynnt voru í vikunni sem þýða, eftir því sem ég kemst næst, að frá og með 4. maí verður okkur kylfingum nánast heimilt að leika golf með hefðbundnum hætti. Það er frábært og tryggir að við fáum alveg frábært golfsumar,“ sagði Haukur, og fór svo yfir það af hverju í augnablikinu þyrfti að fylgja fjölda nýrra regla. Til að mynda skulu golfskálar nú vera lokaðir, óheimilt er að nota bekki til að setjast niður og hvíla sig, og 15 mínútur verða að líða á milli rástíma. Hér má sjá reglurnar sem gilda um golfiðkun til 4. maí. Miðuðu við reglur sem samþykktar voru í Noregi „Það hefur farið tvennum sögum af þessum reglum og það er mér sönn ánægja að fá að varpa ljósi á það hvernig þær eru komnar til. Það var þannig að fyrir um tveimur vikum voru allra hörðustu kylfingar farnir að fara út í tveggja stiga hita að spila golf. Klúbbarnir veltu því fyrir sér hvort og hvernig golfiðkun gæti verið háttað á tímum samkomubanns, þegar allt íþróttastarf liggur niðri. Þá sendum við erindi á landlækni og spyrjum um leiðbeiningar, hvort hægt væri að iðka golf eftir ákveðnum reglum sem við lögðum til. Við fengum þær frá Noregi. Noregur hafði bannað allt golf en norska golfsambandið hafði samband við norska landlæknisembættið og fékk þessar sömu reglur samþykktar. Við töldum því mikla vigt í því að leggja bara til sömu reglur. Við sendum þær því á landlækni og sögðum; „Þetta má í Noregi. Nú er búið að opna golfvelli þar. Væri í lagi ef við fengjum að leika golf við þessar aðstæður líka?“ Við fáum það svar frá landlækni að embættið líti svo á að golfvellir þurfi að vera lokaðir út af samkomubanninu. Til þess að mega opna þurfi sérstakt leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu. Í ljósi þess snerum við okkur að heilbrigðisráðuneytinu og báðum í raun um það sama, að leika golf undir þessum tilteknu reglum sem samþykktar voru í Noregi. Svar kemur frá heilbrigðisráðuneytinu um að það sé í lagi, en ráðuneytið bætir reglum við. Til dæmis þeim að golfskálar þurfi að vera lokaðir, æfingasvæði þurfi að vera lokuð, og að 15 mínútur séu á milli ráshópa. Fyrir okkur vakti auðvitað að fá ákveðin viðmið um hvernig hægt væri að leika golf með ábyrgum hætti á þessum tíma og við viljum sýna samstöðu með þessum vörnum öllum. Höfum það í huga að stærsti hópurinn af okkar iðkendum er kannski viðkvæmasti hópurinn gagnvart þessari veiru. Þegar svarið kemur frá ráðuneytinu þá fögnum við því, því núna máttum við leika golf, golfvellirnir máttu opna, þó svo að það væri undir þessum reglum. Auðvitað sýnist sitt hverjum svo um þessar reglur. Það hvernig reglurnar litu út á endanum fannst mér á endanum aukaatriði. Aðalatriðið var að það mætti opna golfvelli. Fólk gat farið út á golfvöll og teygt úr fótunum. Svo það að þessar reglur gilda bara til 4. maí. Eftir það falla þær niður,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag - Haukur um reglur GSÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, sér fram á frábært golfsumar hér á landi eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um fyrstu skref við að afnema samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins. Kylfingar þurfa fram til 4. maí að fylgja ýmsum óvanalegum reglum til að spila golf og hefur talsverðrar óánægju gætt vegna þess. Haukur sagði í Sportinu í dag að þessar reglur giltu aðeins til 4. maí og benti á að í sínum huga væri aðalatriðið að þrátt fyrir samkomubann væri hægt að stunda golf, öfugt við flestar aðrar íþróttir. Hann útskýrði í þættinum hvernig hinar tímabundnu reglur væru tilkomnar. „Ég vil fyrst af öllu óska kylfingum til hamingju með þessi áform ríkisstjórnarinnar sem kynnt voru í vikunni sem þýða, eftir því sem ég kemst næst, að frá og með 4. maí verður okkur kylfingum nánast heimilt að leika golf með hefðbundnum hætti. Það er frábært og tryggir að við fáum alveg frábært golfsumar,“ sagði Haukur, og fór svo yfir það af hverju í augnablikinu þyrfti að fylgja fjölda nýrra regla. Til að mynda skulu golfskálar nú vera lokaðir, óheimilt er að nota bekki til að setjast niður og hvíla sig, og 15 mínútur verða að líða á milli rástíma. Hér má sjá reglurnar sem gilda um golfiðkun til 4. maí. Miðuðu við reglur sem samþykktar voru í Noregi „Það hefur farið tvennum sögum af þessum reglum og það er mér sönn ánægja að fá að varpa ljósi á það hvernig þær eru komnar til. Það var þannig að fyrir um tveimur vikum voru allra hörðustu kylfingar farnir að fara út í tveggja stiga hita að spila golf. Klúbbarnir veltu því fyrir sér hvort og hvernig golfiðkun gæti verið háttað á tímum samkomubanns, þegar allt íþróttastarf liggur niðri. Þá sendum við erindi á landlækni og spyrjum um leiðbeiningar, hvort hægt væri að iðka golf eftir ákveðnum reglum sem við lögðum til. Við fengum þær frá Noregi. Noregur hafði bannað allt golf en norska golfsambandið hafði samband við norska landlæknisembættið og fékk þessar sömu reglur samþykktar. Við töldum því mikla vigt í því að leggja bara til sömu reglur. Við sendum þær því á landlækni og sögðum; „Þetta má í Noregi. Nú er búið að opna golfvelli þar. Væri í lagi ef við fengjum að leika golf við þessar aðstæður líka?“ Við fáum það svar frá landlækni að embættið líti svo á að golfvellir þurfi að vera lokaðir út af samkomubanninu. Til þess að mega opna þurfi sérstakt leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu. Í ljósi þess snerum við okkur að heilbrigðisráðuneytinu og báðum í raun um það sama, að leika golf undir þessum tilteknu reglum sem samþykktar voru í Noregi. Svar kemur frá heilbrigðisráðuneytinu um að það sé í lagi, en ráðuneytið bætir reglum við. Til dæmis þeim að golfskálar þurfi að vera lokaðir, æfingasvæði þurfi að vera lokuð, og að 15 mínútur séu á milli ráshópa. Fyrir okkur vakti auðvitað að fá ákveðin viðmið um hvernig hægt væri að leika golf með ábyrgum hætti á þessum tíma og við viljum sýna samstöðu með þessum vörnum öllum. Höfum það í huga að stærsti hópurinn af okkar iðkendum er kannski viðkvæmasti hópurinn gagnvart þessari veiru. Þegar svarið kemur frá ráðuneytinu þá fögnum við því, því núna máttum við leika golf, golfvellirnir máttu opna, þó svo að það væri undir þessum reglum. Auðvitað sýnist sitt hverjum svo um þessar reglur. Það hvernig reglurnar litu út á endanum fannst mér á endanum aukaatriði. Aðalatriðið var að það mætti opna golfvelli. Fólk gat farið út á golfvöll og teygt úr fótunum. Svo það að þessar reglur gilda bara til 4. maí. Eftir það falla þær niður,“ sagði Haukur. Klippa: Sportið í dag - Haukur um reglur GSÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira