Rúnar man vel eftir Twitter-færslu eftir jafntefli gegn Val á Íslandsmeistaratímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 08:30 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í síðustu viku. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið og gerði sér lítið fyrir og gerði liðið að Íslandsmeisturum en liðið tapaði ekki leik í Pepsi-deildinni allt sumarið. Eftir jafntefli gegn Val í 5. umferð voru ekki allir Stjörnumenn sáttir. „Þarna man ég að það hafi komið einhver færsla á þessum skemmtilega samskiptamiðli, Twitter, um „Rúnar out“ eftir þennan leik. Það man ég vel eftir,“ sagði Rúnar Páll í Sportinu í kvöld þar sem hann ræddi við Gumma Ben um þetta frábæra sumar hjá Stjörnunni. Stjarnan hafði þá unnið tvo fyrstu leikina og gert síðan þrjú jafntefli í röð en Rúnar segist ekki fylgjast mikið með þessum miðlum. Hann hafi heyrt af þessu frá Victor Olsen, framkvæmdarstjóra Stjörnunnar, og sagði Rúnar í kaldhæðnislegum tón að þeir hefðu kannski bara átt að reka hann. „Nei, ekkert. Ég heyrði þetta frá Victori Inga Olsen sem var mikið inn í þessu. Það var eftir þennan leik að fólk myndi fá mig í burtu. Þetta var ekki nógu gott. Þeir hefðu kannski betur átt að gera það.“ Sem betur fer fyrir Stjörnuna gerðu þeir það ekki því eins og áður segir stýrði Rúnar liðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils þetta sumar en liðið vann FH í frægum úrslitaleik í Kaplakrika. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar um Twitter Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið og gerði sér lítið fyrir og gerði liðið að Íslandsmeisturum en liðið tapaði ekki leik í Pepsi-deildinni allt sumarið. Eftir jafntefli gegn Val í 5. umferð voru ekki allir Stjörnumenn sáttir. „Þarna man ég að það hafi komið einhver færsla á þessum skemmtilega samskiptamiðli, Twitter, um „Rúnar out“ eftir þennan leik. Það man ég vel eftir,“ sagði Rúnar Páll í Sportinu í kvöld þar sem hann ræddi við Gumma Ben um þetta frábæra sumar hjá Stjörnunni. Stjarnan hafði þá unnið tvo fyrstu leikina og gert síðan þrjú jafntefli í röð en Rúnar segist ekki fylgjast mikið með þessum miðlum. Hann hafi heyrt af þessu frá Victor Olsen, framkvæmdarstjóra Stjörnunnar, og sagði Rúnar í kaldhæðnislegum tón að þeir hefðu kannski bara átt að reka hann. „Nei, ekkert. Ég heyrði þetta frá Victori Inga Olsen sem var mikið inn í þessu. Það var eftir þennan leik að fólk myndi fá mig í burtu. Þetta var ekki nógu gott. Þeir hefðu kannski betur átt að gera það.“ Sem betur fer fyrir Stjörnuna gerðu þeir það ekki því eins og áður segir stýrði Rúnar liðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils þetta sumar en liðið vann FH í frægum úrslitaleik í Kaplakrika. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar um Twitter Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira