Hvetja einhleypa til að finna sér „kynlífsfélaga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 11:27 Par sést hér úti að borða í svokölluðu „sóttkvíargróðurhúsi“ í Amsterdam. Hver veit nema um kynlífsfélaga sé að ræða? Vísir/EPA Hollensk stjórnvöld hafa gefið út sérstakar viðmiðunarreglur fyrir einhleypt fólk í leit að nánd meðan á samfélagslegum höftum vegna kórónuveirufaraldursins stendur. Þar er fólk hvatt til þess að finna sér „kynlífsfélaga,“ eins og það er orðað. Lýðheilsu- og umhverfismálastofnun Hollands ráðleggur einhleypu fólki þannig að komast að samkomulagi við eina aðra manneskju um kynlíf. Þó er aðilum sem komið hafa á slíku sambandi ráðið frá því að stunda kynlíf ef grunur leikur á að annar þeirra eða báðir séu smitaðir af kórónuveirunni. Í reglunum, sem birtar voru 14. maí, segir að það sé eðlilegt að einhleypt fólk sækist eftir líkamlegri nánd við aðra manneskju þrátt fyrir ástandið sem uppi er vegna faraldursins. Því er þó ráðlagt að gera ráðstafanir til þess að draga úr hættu á að smitast af veirunni. „Ræðið hvernig best er að gera þetta saman,“ segir í reglunum. „Til dæmis, hittið sömu manneskjuna til þess að eiga náið samneyti eða stunda kynlíf með (til dæmis kúrufélagi eða „kynlífsfélagi,“) að því gefnu að þið séuð ekki smituð af veirunni.“ „Gerið góðar ráðstafanir með viðkomandi um hversu margar manneskjur þið hittið. Því fleiri sem þið hittið, því meiri hætta er á að kórónuveiran breiðist út.“ Hér má nálgast reglurnar, en þær eru þó á hollensku. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynlíf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Hollensk stjórnvöld hafa gefið út sérstakar viðmiðunarreglur fyrir einhleypt fólk í leit að nánd meðan á samfélagslegum höftum vegna kórónuveirufaraldursins stendur. Þar er fólk hvatt til þess að finna sér „kynlífsfélaga,“ eins og það er orðað. Lýðheilsu- og umhverfismálastofnun Hollands ráðleggur einhleypu fólki þannig að komast að samkomulagi við eina aðra manneskju um kynlíf. Þó er aðilum sem komið hafa á slíku sambandi ráðið frá því að stunda kynlíf ef grunur leikur á að annar þeirra eða báðir séu smitaðir af kórónuveirunni. Í reglunum, sem birtar voru 14. maí, segir að það sé eðlilegt að einhleypt fólk sækist eftir líkamlegri nánd við aðra manneskju þrátt fyrir ástandið sem uppi er vegna faraldursins. Því er þó ráðlagt að gera ráðstafanir til þess að draga úr hættu á að smitast af veirunni. „Ræðið hvernig best er að gera þetta saman,“ segir í reglunum. „Til dæmis, hittið sömu manneskjuna til þess að eiga náið samneyti eða stunda kynlíf með (til dæmis kúrufélagi eða „kynlífsfélagi,“) að því gefnu að þið séuð ekki smituð af veirunni.“ „Gerið góðar ráðstafanir með viðkomandi um hversu margar manneskjur þið hittið. Því fleiri sem þið hittið, því meiri hætta er á að kórónuveiran breiðist út.“ Hér má nálgast reglurnar, en þær eru þó á hollensku.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kynlíf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira