Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 09:00 Er þetta ekki ágæt hugmynd? Liverpool byrjar vonandi brátt liðsæfingar að nýju og hvar væri betra að gera það en í Grindavík? VÍSIR/GETTY Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020 UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn. Ekki er enn ljóst hvenær ensku liðin geta hafið hefðbundnar liðsæfingar að nýju en hefðbundnar æfingar meistaraflokka á Íslandi ættu að verða leyfilegar 25. maí. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á fimmtudag hafa einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað um komu enskra úrvalsdeildarliða til æfinga hér á landi, en haft var eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ á mbl.is í kjölfarið að slíkt væri ólíklegt. Vilji Liverpool-menn, sem eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni og afar nærri því að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, koma til Íslands gætu þeir horft til Suðurnesja eftir tilboð frá Grindvíkingum í gegnum Twitter. Þar benda Grindvíkingar á að þeir séu með þrjá fótboltavelli í boði og svo sé hið fimm stjörnu hótel Bláa lónsins í næsta nágrenni. Það verður þó vissulega að teljast ólíklegt að Salah, Mané og félagar mæti til Grindavíkur en hafa ber í huga að um fordæmalausa tíma er að ræða. If you need a place to practice over the next few weeks we would love to host you @LFC. In Grindavik, Iceland we've got 3 pitches with the 5 star Blue Lagoon Hotel next door. Top facilities.You could not restart the season in a better way! pic.twitter.com/L2ReAIa9pq— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) May 15, 2020
UMF Grindavík Enski boltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Sjá meira