Rembingskoss þvert á öll tilmæli Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 22:00 Dedryck Boyata og Marko Grujic ansi nánir í sigri Herthu Berlínar á Hoffenheim í dag. VÍSIR/GETTY Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið. Þýska deildin gaf út 41 blaðsíðu lista yfir leiðbeiningar sem leikmenn þurfa að fara eftir til að draga úr smithættu, til að mögulegt sé að klára leiktíðina. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn skuli frekar fagna mörkum með því að láta olnboga eða fætur snertast í stað þess að fallast í faðma. Dedryck Boyata, leikmaður Herthu Berlín, fór á svig við reglurnar þegar hann fagnaði marki í 3-0 sigrinum á Hoffenheim í dag. Hann smellti rembingskossi á liðsfélaga sinn Marko Grujic í fagnaðarlátunum. Boyata mun þó ekki eiga yfir höfði sér refsingu. Þjálfari Herthu, Bruna Labbadia, sýndi viðbrögðum Boayta skilning. „Það að fagna mörkum er hluti af fótboltanum. Við erum búnir að þurfa að fara svo oft í smitpróf að ég held að það sé hægt að horfa framhjá þessu. Það væri hneyksli ef ekki mætti lengur fagna mörkum,“ sagði Labbadia við Kicker. Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gladbach með í titilbaráttunni Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 16. maí 2020 18:38 Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. 16. maí 2020 15:30 Guðlaugi Victori tókst ekki að koma í veg fyrir tap í fyrsta leik eftir pásuna Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er þýska B-deildin fór aftur af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Er hann eini Íslendingurinn í eldlínunni í dag. 16. maí 2020 13:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið. Þýska deildin gaf út 41 blaðsíðu lista yfir leiðbeiningar sem leikmenn þurfa að fara eftir til að draga úr smithættu, til að mögulegt sé að klára leiktíðina. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn skuli frekar fagna mörkum með því að láta olnboga eða fætur snertast í stað þess að fallast í faðma. Dedryck Boyata, leikmaður Herthu Berlín, fór á svig við reglurnar þegar hann fagnaði marki í 3-0 sigrinum á Hoffenheim í dag. Hann smellti rembingskossi á liðsfélaga sinn Marko Grujic í fagnaðarlátunum. Boyata mun þó ekki eiga yfir höfði sér refsingu. Þjálfari Herthu, Bruna Labbadia, sýndi viðbrögðum Boayta skilning. „Það að fagna mörkum er hluti af fótboltanum. Við erum búnir að þurfa að fara svo oft í smitpróf að ég held að það sé hægt að horfa framhjá þessu. Það væri hneyksli ef ekki mætti lengur fagna mörkum,“ sagði Labbadia við Kicker.
Þýski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gladbach með í titilbaráttunni Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 16. maí 2020 18:38 Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. 16. maí 2020 15:30 Guðlaugi Victori tókst ekki að koma í veg fyrir tap í fyrsta leik eftir pásuna Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er þýska B-deildin fór aftur af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Er hann eini Íslendingurinn í eldlínunni í dag. 16. maí 2020 13:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Gladbach með í titilbaráttunni Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. 16. maí 2020 18:38
Dortmund aðeins stigi frá toppliði Bayern eftir stórsigur á Schalke Borussia Dortmund vann stórsigur á Schalke 04 í fyrsta leik liðanna eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. 16. maí 2020 15:30
Guðlaugi Victori tókst ekki að koma í veg fyrir tap í fyrsta leik eftir pásuna Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er þýska B-deildin fór aftur af stað eftir að hafa verið frestað vegna kórónufaraldursins. Er hann eini Íslendingurinn í eldlínunni í dag. 16. maí 2020 13:30