Segir Messi ekki á förum þrátt fyrir öll lætin Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 10:00 Messi grípur væntanlega um höfuð sér útaf öllum látunum í Katalóníu. vísir/getty Quique Setien, stjóri Barcelona, segir að þrátt fyrir öll lætin í kringum félagið þessar vikurnar muni Lionel Messi klára feril sinn hjá félaginu. Það hafa verið stormasamar vikur að undanförnu hjá spænska risanum. Sex stjórnarmenn hættu hjá félaginu á dögunum þar sem þeir voru ósáttir við stjórnarhætti forsetans Josep Martia Bartomeu. Það hefur gustað um félagið en leikmenn félagsins hafa einnig tekið á sig 70% launalækkun samkvæmt miðlum á Spáni vegna kórónuveirunnar. Setien, sem tók við Börsungum í janúar af Ernesto Valverde, segir að þrátt fyrir öll lætin þá muni Argentínumaðurinn ekki yfirgefa félagið úr þessu. „Þetta eru eðlilegir hlutir hjá stóru félagi en leiðinlegi hluturinnn er að þetta rati í fjölmiðla. Það væri betra að vinna í rólegra umhverfi en svona eru hlutirnir. Ég held að það sem hefur gerst hafi haft áhrif á Messi hvort að hann ætti að vera áfram eða ekki. Ég er viss um að hann klári ferilinn á Camp Nou,“ sagði Setien. Lionel Messi will not leave Barcelona despite current turmoil at the club, says manager Quique Setien https://t.co/bQQjBABxrS— MailOnline Sport (@MailSport) April 16, 2020 Setien veit ekki hvað verður um spænsku deildina en heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir hefur stöðvað flest allar knattspyrnudeildir í heiminum. Börsungar eru tveimur stigum á undan Real Madrid og óvíst er hvort að tímabilið verði klárað yfirhöfuð. „Ég væri til í að verða meistari með því að klára deildina og vinna þetta á vellinum. Ég veit ekki hvað gerist ef við getum ekki klárað deildina en mér myndi ekki líða eins og sönnum meistara bara því við erum á undan Real núna. Við vorum þar líka þegar ég kom.“ Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi með hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira
Quique Setien, stjóri Barcelona, segir að þrátt fyrir öll lætin í kringum félagið þessar vikurnar muni Lionel Messi klára feril sinn hjá félaginu. Það hafa verið stormasamar vikur að undanförnu hjá spænska risanum. Sex stjórnarmenn hættu hjá félaginu á dögunum þar sem þeir voru ósáttir við stjórnarhætti forsetans Josep Martia Bartomeu. Það hefur gustað um félagið en leikmenn félagsins hafa einnig tekið á sig 70% launalækkun samkvæmt miðlum á Spáni vegna kórónuveirunnar. Setien, sem tók við Börsungum í janúar af Ernesto Valverde, segir að þrátt fyrir öll lætin þá muni Argentínumaðurinn ekki yfirgefa félagið úr þessu. „Þetta eru eðlilegir hlutir hjá stóru félagi en leiðinlegi hluturinnn er að þetta rati í fjölmiðla. Það væri betra að vinna í rólegra umhverfi en svona eru hlutirnir. Ég held að það sem hefur gerst hafi haft áhrif á Messi hvort að hann ætti að vera áfram eða ekki. Ég er viss um að hann klári ferilinn á Camp Nou,“ sagði Setien. Lionel Messi will not leave Barcelona despite current turmoil at the club, says manager Quique Setien https://t.co/bQQjBABxrS— MailOnline Sport (@MailSport) April 16, 2020 Setien veit ekki hvað verður um spænsku deildina en heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir hefur stöðvað flest allar knattspyrnudeildir í heiminum. Börsungar eru tveimur stigum á undan Real Madrid og óvíst er hvort að tímabilið verði klárað yfirhöfuð. „Ég væri til í að verða meistari með því að klára deildina og vinna þetta á vellinum. Ég veit ekki hvað gerist ef við getum ekki klárað deildina en mér myndi ekki líða eins og sönnum meistara bara því við erum á undan Real núna. Við vorum þar líka þegar ég kom.“
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi með hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira