Segja að félögin eigi að standa við samninga þó að víða þurfi að finna samkomulag um skerðingu Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 14:45 Ingi Þór er þjálfari KR sem og tengiliður FKÍ. VÍSIR/BÁRA Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfubolta sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hvatt er til þess að félögin finni sanngjarna lausn hvað varðar þjálfara í hreyfingunni á þessum erfiðu tímum. Margir leikmenn og þjálfarar í íslenska boltanum hafa þurft að taka á sig launaskerðingu eins og víðast hvar í heiminum vegna kórónuveirunnar en í yfirlýsingunni er kallað eftir því að lausnin verði sanngjörn. ÍSÍ og UMFÍ hafa bæði greint frá því að ekki er hægt að fá endugreiðslu á æfingargjöldum og því segir stjórnin að félögin ættu að geta staðið við sína samninga. Þó þurfi víða að finna samkomulag um einhverskonar skerðingu. Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. Yfirlýsing í heild sinni: Kæru forráðamenn félaga í körfuknattleikshreyfingunni, Á fordæmalausum tímum stöndum við frammi fyrir alls kyns vanda í öllum stigum þjóðfélagsins. Íþróttahreyfingin fer ekki varhluta af því. Nú er vettvangi körfuknattleiks kippt undan okkur í aðdraganda háannatíma og í þessu tilviki eru þjálfarar í þeirri stöðu að störf og/eða launamál margra eru í uppnámi. Félag körfuknattleiksþjálfara á Íslandi kallar eftir því við forráðamenn félaga að taka samtalið við þjálfara, bæði í meistaraflokkum og yngri flokkum um stöðuna sem er uppi og finna lausnir sem báðir aðilar geta unað við á þessu stigi á vægast sagt erfiðum tímum. Stjórn FKÍ hefur heyrt af félögum sem hafa leyst vel úr sínu með yngri flokka þjálfurum, þess efnis að þeir taki skert laun í apríl og maí. Þó hafa einnig borist fréttir af einhliða uppsögnum sem að eru væntanlega brot á samningum og við fordæmum slíkar aðgerðir. Nú hefur komið fram frá ÍSÍ og UMFÍ að foreldrar geta ekki óskað eftir endurgreiðslu á æfingagjöldum, og þá liggur líka fyrir að æfingagjöld, frístundastyrkir, og mögulega þjálfarastyrkir hafa skilað sér inn í félögin svo við sjáum ekki annað en að félögin eigi að geta staðið við samninga þó svo að eðlilega þurfi víða að finna samkomulag um einhverja skerðingu.Hugsum til framtíðar í okkar ákvörðunum og pössum upp á hvert annað. Með einlæga von um bjartari tíma,Stjórn Þjálfarafélags Íslands í körfu - FKÍ
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira