Af hverju má ekki ræða launamálin almennilega? Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 19:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
„Það hefur alltaf verið þannig að félögunum er ekki vel við að ræða launamál, hvort sem það eru launamál erlendra eða íslenskra leikmanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, ræddi í gær um MBA-verkefni sitt í Sportinu í dag en verkefnið snýr að rekstrarumhverfinu í íslenskum körfubolta. Grímur sagði ljóst af svörunum sem hann fékk að körfuknattleiksfélögin vildu annað hvort halda upplýsingum um launakostnað leyndum eða þá að þau vanáætluðu hann stórkostlega. Hannes segir launamál í íþróttum á Íslandi alltaf hafa verið viðkvæmt mál. „Þetta er líka viðkvæmt fyrir leikmennina sjálfa og virðist viðkvæmt fyrir alla. Það er meira að segja erfitt fyrir okkur hjá sambandinu að fá réttar upplýsingar frá félögunum um það hvað menn eru að gera,“ sagði Hannes við Guðjón Guðmundsson í Sportinu í dag. „En það er ekki bara í körfuboltanum heldur heilt yfir í íþróttahreyfingunni, að það megi almennt ekki viðurkenna að leikmenn eru að fá greitt í mörgum íþróttagreinum í dag. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða – af hverju má ekki ræða það almennilega eins og allt annað? Þetta er því stærra en bara varðandi þessa könnun. Þetta er svona heilt yfir í samfélaginu og varðandi íþróttir yfir höfuð. Við megum alveg ræða það í dag, árið 2020, að leikmenn eru alveg að fá að hluta greitt fyrir að spila, hvort sem að þeir eru Íslendingar eða erlendir.“ Rekstrarvandinn verið mikill í nokkur ár Rekstrarvandi margra íþróttafélaga er mikill, ekki síst vegna afleiðinga kórónveirufaraldursins. „Rekstrarvandinn er mjög mikill og búinn að vera það í nokkur ár. Rekstrarvandinn er ekki bara tilkominn í ár eða í fyrra. En kröfurnar eru líka miklar. Kröfurnar eru miklar frá samfélaginu, viðkomandi félögum, ekki bara stjórnum eða leikmönnum heldur hinum almenna áhugamanni. Sveitarfélögin vilja líka eiga öflug félög, en það er alltaf viðkvæmt í þessu að styðja almennilega við afreksíþróttir. Það á alltaf að styðja við barna- og unglingastarfið en stundum þurfa sveitarfélög og hinn almenni félagsmaður að styðja mun betur við sín félög í efstu deildum,“ segir Hannes. Klippa: Sportið í dag - Hannes um launin í körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportið í dag Körfubolti Kjaramál Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira