Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 10:17 Frá fyrsta akstursprófi Perseverance-jeppans í desember. Til stendur að skjóta jeppanum á loft í sumar. AP/J.Krohn/NASA Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema. Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“. Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity]. Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári. "This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could. Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib— NASA (@NASA) March 5, 2020 Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema. Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“. Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity]. Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári. "This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could. Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib— NASA (@NASA) March 5, 2020
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman. 5. mars 2020 14:19