„Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2020 11:31 Andrea Magnúsdóttir á og rekur fataverslunina Andreu. Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Andrea Magnúsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára námi í fatahönnun frá Margrethe skólanum í Kaupmannahöfn með hæstu einkunn árið 2009. Hún og eiginmaður hennar Óli sem er grafískur hönnuður og arkitekt stofnuðu verslunina Andreu og hafa unnið að merkinu saman undafarin ár, Andrea hefur séð um klæðnaðinn og Óli hefur séð um reksturinn, ásamt því að hanna allt sem kemur að útlit merkisins. Eva Laufey hitti Andreu fyrir nokkrum vikum þegar strangt samkomubann var enn í gildi og spurðu hana hvernig það væri að reka verslun á þessum tímum. Einnig fékk hún að vita hvernig svokölluð kjólaáskorun fór af stað á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að fólk gerði sér dagamun og klæddi sig upp. „Við byrjuðum í miðju hruni árið 2008 og erum í raun komin aftur þangað,“ segir Andrea og hlær. „Leynt og ljóst ætlaði ég alltaf að verða búðarkona. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel allan tímann og við erum alltaf á tánum og þetta er svona hjól sem stoppar aldrei. Þetta er mikil vinna en meðan maður elskar það sem maður er að gera þá finnur maður ekki fyrir því. Þetta er sennilega skrýtnasti tími sem við höfum prófað. Það skiptir engu máli við hvern ég tala í Indlandi, Danmörku, Ítalíu, við erum öll við sama borðið.“ Vildu ekki taka neina sénsa Hún segir að auðvelt hafi verið fyrir þau hjónin að færa reksturinn allan yfir á netið. „Auðvitað er þetta allt önnur staða en á sama tíma í fyrra. Við lokuðum versluninni fljótlega og höfðum lokað í þrjár vikur, því við vildum ekki taka neina sénsa. Svo erum við hægt og rólega að koma okkur í sama farið aftur.“ Mæðgurnar nýttu tímann í samkomubanninu afar vel og deildu skemmtilegum myndböndum á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Ísabella átti að fermast á dögunum. „Á fermingardaginn hennar fórum við í sparikjólana og áttum góðan dag og skoruðum á aðrar konur að gera slíkt hið sama. Dagurinn verður bara öðruvísi og betri,“ segir Andrea en á samfélagsmiðlum má finna efni úr kjólaáskoruninni undir kassamerkinu #kjolaaskorun. „Ef ég fengi að ráða einhverju þá væri ég alltaf berrösuð á tánum og í kjól.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tíska og hönnun Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira